„Jakobsvegurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Masae (spjall | framlög)
Jóhannes Páll 2
Lína 17:
==Seinni tíma pílagrímar==
[[Mynd:Le Puy en Velay 02.jpg|thumb|300 px|Klettakirkjan í Le Puy]]
Síðustu áratugina hafa tugir þúsunda kristinna pílagríma og annarra ferðamanna lagt upp í för til Santiago de Compostela. Árið [[1982]] fór [[páfi]]nn [[Jóhannes Páll 2.]] í pílagrímsferð til Santiago og skoraði þá á Evrópumenn að endurreisa hefð pílagríma sem leið til að finna menningarlegar rætur sínar. Var það á sinn hátt til að endurskapa Jakobsveg nútímans. [[Evrópuráðið]] samþykkti 1987 að útnefna Jakobsveginn sem fyrsta ''menningarveg Evrópu''. Það ár voru 3.000 pílagrímar skráðir við dómkirkjuna í Santiago, árið 2003 voru þeir 74.000 og 2004, sem var heilagt Compostela-ár, komu 179.932. Nokkrir hefja förina bókstaflega á þröskuldi heimilis síns en flestir hefja pílagrímaferðina á einhverjum af þeim stöðum sem kaþólska kirkjan og ferðamálayfirvöld í Frakklandi og á Spáni í sameiningu hafa valið sem upphafsstaði Jakobsvegar nútímans. Flestir fara gangandi, nokkrir hjóla og fáeinir fara ferða sinna á þann hátt sem miðalda pílagrímar gerðu, það er með hest eða asna. Fyrir utan þá sem fara í trúarlegum tilgangi eru fjölmargir sem hafa aðrar ástæður, menningarlegar jafnt og ferðaþrá.
 
[[Mynd:Ruta del Camino de Santiago Frances.svg|thumb|300 px|Hin svo kallaða franska leið]]