„G.E.M. Anscombe“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
Lína 19:
 
== Æviágrip ==
Gertrude Elizabeth Margaret Anscombe [[fæðing|fæddist]] [[hjón]]unum [[Gertrude Elizabeth Anscombe]] og [[Alan Wells Anscombe]] [[18. mars]] [[1919]], í [[Limerick]] á [[Írland|Írlandi]] (þar sem faðir hennar hafði starfað í [[her]]num). Hún brautskráðist frá [[Sydenham High School]] árið [[1937]] og hélt þaðan í háskólanám í „Mods & Greats“, þ.e. í [[fornfræði]], fornaldarsögu og [[heimspeki]]), við [[St Hugh's College, Oxford|St Hugh's College]] í [[University of Oxford]]. Þaðan brautskráðist hún árið [[1941]]. Á fyrsta ári sínu í háskólanum játaðist hún [[Kaþólikkar|rómversk kaþólksri trú]] og var æ síðan dyggur kaþólikki. Hún giftist [[Peter Geach]], sem einnig hafði játast kaþólskri trú, hafði einnig verið nemandi Wittgensteins og varð þekktur breskur heimspekingur. Þau eignuðust þrjá syni og fjórar dætur.
 
Þegar Anscombe hafði útskrifast frá Oxford hlaut hún rannsóknarstyrk til námsvistar við [[Newnham College, Cambridge]] frá [[1942]] til [[1945]]. Við Cambridge hóf hún að sækja fyrirlestra [[Ludwig Wittgenstein|Ludwigs Wittgenstein]]. Hún varð áhugasamur nemandi, og fannst „læknandi“ aðferðir Wittgensteins hjálpa henni að losna undan heimspekilegum flækjum á þann hátt sem þjálfun hennar í hefðbundinni heimspeki gat ekki gert.