Munur á milli breytinga „Mani pulite“

129 bætum bætt við ,  fyrir 12 árum
m
ekkert breytingarágrip
m
[[Mynd:Italian coa.png|right|thumb|Skjaldarmerki Ítalska lýðveldisins]]
'''Mani pulite''' ([[ítalska]]: ''hreinar hendur'') er heiti á röð [[réttarhöld|réttarhalda]] sem komu í kjölfarið á rannsókn [[dómsvald]]sins á [[Ítalía|Ítalíu]] á [[spilling]]u í ítölskum stjórnmálum á árunum [[1992]] og [[1993]]. Það kerfi [[Mútur|mútugreiðslna]] og spillingar hjá stjórnmálamönnum og aðilum í atvinnulífinu sem rannsóknin leiddi í ljós var kallað '''Tangentopoli''' (''Mútuborgin'') af fjölmiðlum. Réttarhöldin leiddu til endaloka stjórnarflokkanna tveggja, [[Kristilegi demókrataflokkurinn (Ítalía)|kristilegra demókrata]] (sem hafði setið í öllum ríkisstjórnum Ítalíu frá [[Síðari heimsstyrjöld|stríðslokum]]) og [[Ítalski sósíalistaflokkurinn|Ítalska sósíalistaflokksins]]. Nær heil kynslóð ítalskra stjórmálamanna hvarf af vettvangi í kjölfarið, sem meðal annars ruddi brautina fyrir fyrsta [[Kosningar|kosningasigur]] [[Silvio Berlusconi|Silvios Berlusconis]] árið [[1994]].
 
'''Tangentopoli''' gekk út á það að stjórnmálaflokkar skiptu með sér embættum og stöðum hjá [[Hið opinbera|hinu opinbera]] eftir ákveðnu kerfi sem átti að tryggja þeim stöðuveitingar sem væru nokkurn veginn í samræmi við fylgi. Þetta olli því að oft völdust óhæfir einstaklingar til að gegna stöðum hjá ítalska ríkinu og í [[ríkisfyrirtæki|ríkisfyrirtækjum]]. Þessir einstaklingar lentu auk þess í aðstöðu sem gerði þeim kleift að hagnast persónulega á „greiðum“ við einstaklinga og fyrirtæki. Einn meðlimur Ítalska sósíalistaflokksins orðaði það svo að „munkarnir eru ríkir, en klaustrið fátækt“ (sem er umsnúningur á því sem sagt var um [[Regla heilags Frans|reglu heilags Frans]] á [[Miðaldir|miðöldum]]).
 
[[Mynd:Euro_coins_and_banknotes.jpg|thumb|right|Evran var tekin upp sem gjaldmiðill í bankakerfinu á Ítalíu árið 1999.]]
[[Mynd:Euro symbol black.svg|200px|right]]
Stjórnmálaástandið á Ítalíu frá stríðslokum einkenndist af því sem fréttaskýrendur kölluðu „stöðugan óstöðugleika“. Ríkisstjórnir sátu að meðaltali einungis ellefu mánuði, en sami stjórnmálaflokkurinn, Kristilegi demókrataflokkurinn, var samt alltaf stærsti flokkurinn og stýrði öllum ríkisstjórnum, þar sem það þótti óhugsandi að stærsti [[Stjórnarandstaða|stjórnarandstöðuflokkurinn]], [[Ítalski kommúnistaflokkurinn]], kæmist til valda í [[NATO]]-landi. Stjórnin var að nafninu til vinstri-miðjustjórn, en eina raunverulega stjórnarandstaðan var vinstra megin við hana. Á hægri vængnum voru litlir öfgaflokkar eins og [[Þjóðfélagshreyfing Ítalíu]] (''Movimento sociale italiano'' - ''MSI'') sem kenndu sig við [[nýfasismi|nýfasisma]].
 
43.253

breytingar