Munur á milli breytinga „Hveðn“

2 bætum bætt við ,  fyrir 14 árum
m
ekkert breytingarágrip
m
[[Image:Sweden-isle-of-ven.jpg|thumb|right|Frá[[Höfn]] á Hveðn]]
'''Hveðn''' ([[danska]]: ''Hven'', [[sænska]]: ''Ven'') er [[eyja]] í [[Eyrarsund]]i, miðja vegu á milli [[Skánn|Skánar]] og [[Sjáland]]s en þó nær [[Svíþjóð]] sem hún tilheyrir. Hún telst tilheyra Skáni og er nú hluti af [[Landskrona kommun]]. Eyjan er 7,5 [[Ferkílómeter|km²]] að stærð og þar búa um 370 manns. Eyjan er fræg sem staðurinn þar sem danski [[stjörnufræði]]ngurinn [[Tycho Brahe]] byggði [[stjörnuathugunarstöð]] sína; [[Stjörnuborg]], og höllina [[Úraníuborg]].
 
 
==Saga==
[[Image:Amager_i_Sund_ubt_1_DA.png|thumb|right|[[Kort]] sem sýnir staðsetningu Hveðnar í Eyrarsundi. [[Eyrarsund]]i]]
Hveðn var upphaflega hluti af eiði sem tengdi Skán við Sjáland. Við lok síðustu [[Ísöld|ísaldar]] jókst vatnsmagnið mikið í því sem síðar varð Eystrasalt þar til það rauf eiðið og reif með sér mikið af landi sem nú eru [[Leira|leirur]] við strendur Danmerkur og Svíþjóðar.