„Jeanine Deckers“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
 
== Æviágrip ==
Nunnan Jeanine Deckers var nunna af reglu dóminíkana í Fichermont, Belgíu. Hún var þekkt fyrir að að semja, syngja og spila sína eigin tónlist við hvert tækifæri í [[Klaustur|klaustrinu]] við mikin fögnuð safnaðarins, reyndar líkaði söfnuðinum heimasamin gítarlög hennar svo vel að klaustrið ákvað að greiða fyrir útgáfu laga hennar á vínil. Almenningur átti svo að geta fengið að taka eintak af plötu hennar með sér heim eftir heimsóknir í klaustrið.
 
Árið [[1963]] var plata hennar tekin upp af Philips Records í [[Brussel]]. Innan skamms hafði smáskífan „Dominique“ náð alheims-frægð. Lagið „Dominique“ var spilað látlaust á útvarpsstöðvum víðsvegar um heiminn og í Bandaríkjunum var það meira að segja látið fylgja lagalistum á minningarathöfnum eftir [[Launmorð|launmorðið]] á [[John F. Kennedy]]. Það virtist sem að lagið „Dominique“ hefði sigrað heiminn á einni nóttu og nunnan undir sviðsnafninu Soeur Sourire varð vinsæl dægurstjarna í kjölfarið. Systirinn brosandi hélt fáa tónleika en söng þó í þætti [[Ed Sullivan]] árið [[1964]] en aðeins á snældu. Hún sóttist ekki sérstaklega eftir frægð og litlu munaði að [[Abbadís|abbadísin]] í klaustrinu kæmi í veg fyrir að snældan yrði spiluð í þætti Sullivans.