„Merking“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Lína 17:
 
== Sannkjör, sannleikur og merking ==
Á síðasta þriðjungi 20. aldar setti bandaríski heimspekingurinn [[Donald Davidson]] fram áhrifamikil kenningu um merkingu sem byggði á kenningu pólska rökfræðingsins [[Alfred Tarski|Alfreds Tarski]] um [[Sannleikur|sannleika]]. Kenning af því tagi sem Davidson hefur haldið fram er nefnd sannkjarakenning um merkingu. Samkvæmt sannkjarakenningu um merkingu er merking staðhæfinga fólgin í sannkjörum þeirra en sannkjörin eru þau skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til þess að [[staðhæfing]] geti talist [[Sannleikur|sönn]]. Samkvæmt þessu skilur maður staðhæfingu ef og aðeins ef maður veit hvernig heimurinn þyrfti að vera til þess að hún gæti talist sönn. Maður skilur til dæmis setninguna „[[Ísland]] er í [[Asía|Asíu]]“ og veit þar af leiðandi hver merking hennar er ef og aðeins ef hann áttar sig á sannkjörum fullyrðingarinnar, það er að segja áttar sig á því hvernig heimurinn þyrfti að vera ef hún væri sönn. Á hliðstæðan máta má segja að maður skilji spurningu og skipun ef og aðeins ef maður veit hvaða upplýsingar þyrftu að koma fram til að svara spurningunni og hvað þyrfti að gera til þess að hlýða skipuninni.
 
Davidson birti greinina „Truth and Meaning“ árið [[1967]] þar sem hann færði rök fyrir því að það yrði að vera hægt að lýsa reglum allra tungumála sem hægt er að læra með endanlegri lýsingu, enda þótt á tungumálinu væri hægt að mynda óendanlegan fjölda setninga — eins og gera má ráð fyrir að náttúruleg tungumál séu. Ef ekki væri hægt að lýsa reglum málsins í endanlegri lýsingu, þá væri ekki hægt að læra málið af reynslunni (sem er endanleg) líkt og menn læra tungumál sín. Af þessu leiðir að það hlýtur að vera mögulegt að setja fram merkingarfræði fyrir náttúruleg tungumál sem getur lýst merkingu óendanlegs fjölda setninga á grundvelli endanlegs fjölda frumsendna. Davidson fylgdi í kjölfar [[Rudolf Carnap|Rudolfs Carnap]] og annarra og færði einnig rök fyrir því að merking setningar væri fólgin í [[sannkjör]]um hennar og greiddi þannig götu sannkjarakenninga í merkingarfræði nútímans. Í stuttu máli lagði hann til að það hlyti að vera mögulegt að greina endanlegan fjölda málfræðireglna í tungumáli og útskýra hvernig hver og ein þeirra virkar þannig að mynda mætti augljóslega sannar fullyrðingar um sannkjör allra þeirra óendanlega mörgu setninga sem hafa sannkjör. Það er að segja, það verður að vera hægt að gefa endanlega kenningu um merkingu fyrir náttúruleg tungumál; prófsteinninn á það hvort kenningin er rétt er sá hvort hún getur myndað allar setningar á forminu „'p' er sönn ef og aðeins ef p“ (t.d. „'Snjór er hvítur' ef og aðeins ef snjór er hvítur“). (Þessar setningar nefnast T-jafngildi en Davidson fær hugmyndina að láni frá [[Alfred Tarski]].)