„Sogæðakerfið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 11:
Sogæðar eða vessaæðar eru grannar rásir sem mynda séstakt æðakerfi um allan líkamann. Vessaæðar eru um allan líkamann nema í [[æðavefur|æðavef]], í [[miðtaugakerfi]] og rauðum beinmerg.Á vessaæðum eru eitlar með reglulegu millibili. Eitlarnir sía vessann og fjarlægja úr honum óhreinindi.
 
Hlutverk vessakerfisins er þríþætt, í fyrsta lagi að safna umfram [[millifrumuvökvi|millifrumuvökva]] í [[vefur|vefjum]] og koma honum og [[prótinprótín]]um aftur inn í blóðrás, í öðru lagi taka vessaæðar þarmanna við [[fita|fituefnum]] og koma þeim í blóðrásina og í þriðja lagi verja eitlar líkamann fyrir framandi ögnum.
 
Vessaæðar eru lokaðar í anna endann. Upptök þeirra eru í þeim vefjum þar sem vessi myndast og vessinn bert svo burtu með fínum vessaæðum í stærri æðar og sameinast svo í tvær stórar æðar. Önnur þeirra nefnist [[hægri vessagangur]] og tekur við vessa frá efri hluta hægri hluta líkamans. Hin nefnist [[brjóstgangur]] og tekur við vessa frá öllum neðri hluta líkamans og frá efri hluta vinstra hluta líkamans. Úr stóru vessaæðunum fer vessinn út í blóðrásina. Ef vessi kemst ekki aftur út í blóðrás þá safnast hann fyrir í vefjum og verður að [[bjúgur|bjúgi]].