Munur á milli breytinga „Apolloníos Dyskolos“

m
 
Apolloníos byggði að miklu leyti á verkum [[Aristarkos|Aristarkosar]] og [[Díonýsíos Þrax|Díonýsíosar Þrax]], en hann var meðvitaðri en Díonýsíos um stóísk áhrif. Hann þáði flokkun orða í átta orðflokka í arf frá Aristarkosi og Díonýsíosi en skilgreindi suma að nýju. Hann taldi til að mynda að fornöfn væru ekki einungis staðgenglar [[nafnorð|nafnorða]] og [[lýsingarorð|lýsingarorða]] heldur taldi hann að þau vísuðu til verunda sem hefðu enga eiginleika.
 
Öll [[setningafræði]] Apolloníosar byggir á greiningu hans á tengslum nafnorða og [[sagnorð|sagnorða]]. Hann greindi á milli [[áhrifssögn|áhrifssagna]] og [[áhrifslaus sögn|áhrifslausra]] sagna og [[þolmynd|þolmyndar]] sagna. Hann lagði grunninn að okkar skilningi á hugtökunum ''[[frumlag]]'', ''[[andlag]]'' og ''[[fallstjórn]]''.
 
Apolloníos og sonur hans, [[Ælíos Herodíanos]], höfðu gríðarleg áhrif á síðari tíma málfræðinga. Bækur Apolloníusar og Díonýsíosar Þrax mynduðu grunninn sem öll málvísindi í [[Býsansríki|Býsansríkinu]] byggðu á og höfðu mikil áhrif á [[Priscianus]], síðasta mikilvæga málfræðinginn í fornöld.
12.709

breytingar