„Souphanouvong“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sauðkindin (spjall | framlög)
m robot Bæti við: es:Souphanouvong
Masae (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
 
[[Mynd:Vieng Xai-Mr. Souphanouvong Cave.JPG|thumb|Inngangur að helli þeim þar sem Souphanouvong bjó í tíu ár á meðan seinni Indókínastyrjöldin stóð sem hæst]]
Souphanouvong var einn sona Bounkhong prins, en hann var síðastur varakonunga [[Luang Prabang]]. Andstætt eldri hálfbræðrum sínum tveim sem einnig urðu alþekktir, [[Souvanna Phouma]] og [[Phetsarath]], var móðir hans, Mom Kham Ouane hans, ekki af aðalsættum. Faðir þeirra, Bounkhong prins eignaðist þrettán syni og þrettán dætur með ellefu eiginkonum.
 
Souphanouvong var menntaður [[Byggingaverkfræði|byggingarverkfræðingur]] frá [[Frakkland]]i og starfaði sem slíkur bæði í Laos og [[Víetnam]], aðallega við brúarframkvæmdir. Hann var mikill málamaður og hafði gott vald á minnst átta tungumálum, þar á meðal [[Latína|latínu]] og [[Gríska|grísku]]. Hann var kvæntur víetnömsku konunni Nguyen Thi Ky Nam og átti með henni tíu börn.