„Hvalsey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Masae (spjall | framlög)
Bætti við mynd
Lína 9:
Rústir af tveimur veisluskálum hafa fundist. Svo nefndur gamli skáli er fyrir miðju í bæjarstæðinu. Hann hefur verið 14 metra langur og þrír til fjórir og hálfur metrar á breidd en er mjög illa farinn af malaskriðum úr fjallshlíðinni, sem hafa runnið yfir hann. Svo kallaður nýi veisluskáli er sennilega með yngstu byggingum í Hvalseyjarfirði, um 8 metra langur og 5 metra breiður. Hann er vel varðveittur enda hlaðinn á saman hátt og kirkjan.
 
[[Mynd:KirchenruineHvalsey.jpg|300 px|thumb|Kirkjurústin undir fjallinu]]
Fyrir utan bústað, [[fjós]] (reyndar tvö með básum fyrir 16 [[kýr]] samanlagt) og önnur [[gripahús]] og [[smiðja|smiðju]] hefur fundist rúst af [[Skemma|skemmu]]. Var það algengt við stærri bæi í Eystribyggð og var þar sennilega safnað [[Rostungur|rostungstönnum]] og [[Feldur|feldum]] og öðru sem selt var til kaupmanna.