„Kristna tímatalið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 27. september 2005 kl. 17:09

Anno Domini (latína: "Á árið herrans"), eða Anno Domini Nostri Iesu Christi ("Á ári herra vors Jesú Krists"), venjulega skammstafað AD eða A.D., er notað til að tákna ár kristins tímatals. Orðin anno domini standa í tímasviptifalli (ablativus temporis) sem er notað til að gefa til kynna á hvaða tíma eitthvað gerist. Það sem gerist anno domini 1998 gerist á ári herrans 1998, þ.e. á 1998da ári herrans. Samkvæmt kerfinu er því ártalið raðtala rétt eins og dagar mánaðarins.

Orðasambandið er nú orðið hefðbundið í notkun með júlíska tímatalinu og gregoríska tímatalinu. Það skilgreinir ártal á grundvelli meints árafjölda frá fæðingu Jesú. Ár fyrir upphaf tímatalsins eru tlgreind með skammstöfunum f.Kr. (fyrir Krist). Á latínu er notuð skammstöfunin a.C.n. (sem stendur fyrir Ante Christum Natum og þýðir "fyrir fæðingu Krists") og á ensku BC ("Before Christ"). Stundum er notast við skammstafanirnar CE og BCE á ensku en þær standa fyrir "the Common era" og "Before the Common era".

Kristna tímatalið er eina tímatalið í almennri notkun á vesturlöndum og er algengasta tímatalið sem notað er í alþjóðaviðskiptum og vísindum.

Saga kristins tímatals

Anno Domini tímatalið var fundið upp af munki að nafni Dionysius Exiguus eða Dionýsíus litli. Hann var að störfum í Róm um árið 525 og lagði grunninn að kristnu tímatali er hann vann að því að framlengja töflur um páska komandi ára fyrir páfann.

Nákvæmni kerfisins

Flestallir fræðimenn eru sammála um að Dionysius hafi ekki haft á réttu að standa í útreikningum sínum á fæðingarári Jesú, og að Jesú muni í raun réttri hafa fæðst á tímabilinu milli 8 f.Kr. og 4 f.Kr. Jesús hlýtur að hafa fæðst í síðasta lagi fyrir dauða Heródesar mikla en hann lést árið 4 f.Kr. Um þetta er ekki mikið deilt, enda krefst kristin guðfræði þess ekki að fæðingarár Jesú hafi verið árið 1.

Útbreiðsla Anno Domini kerfisins

Aðrar aðferðir við tímatal í nútímanum

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.