„Biskup Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Vesteinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Karl sigurbjornsson.jpg|right|thumb|[[Karl Sigurbjörnsson]], biskup [[Íslenska þjóðkirkjan|íslensku þjóðkirkjunnar]].]]
'''Biskup Íslands''' er æðsti titill [[prestur|vígðs manns]] innan [[Íslenska þjóðkirkjan|þjóðkirkjunnar]] og fylgir titlinum nafnbótin „herra“. [[Karl Sigurbjörnsson]] (f. [[1947]]) hefur verið biskup Íslands síðan 1998. Biskup hefur haft aðsetur í [[Reykjavík]] síðan árið [[1801]], með [[Dómkirkjan í Reykjavík|Dómkirkjuna]] sem embættiskirkju.
 
Biskupar Íslands voru lengst af tveir, annar með aðsetur í [[Skálholt]]i (frá [[11. öld]]) og hinn á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum í Hjaltadal]] (frá [[12. öld]]). Aðsetur biskups er kallað biskupsstóll. Þegar Skálholtsstaður eyddist að mestu í Suðurlandsskjálftanum um aldamótin [[1800]], var sá stóll lagður niður og Hólastóll líka og var embættisbústaður sameinasð biskupsembættis fluttur til [[Reykjavík]]ur, árið [[1801]], með nýbyggða [[Dómkirkjan í Reykjavík|Dómkirkjuna]] sem sem embættiskirkju.
 
Fyrr á öldum, á meðan kirkjan réði miklum landareignum, hlunnindum og öðrum landkostum sem henni höfðu áskotnast með ýmsu móti, var embætti biskups mjög valdamikið. Í seinni tíð eru áþreifanleg völd biskups lítil. Alla [[20. öld|tuttugustu öld]] voru biskupar þó áhrifamiklar raddir í samfélaginu. Deilur og hneyksli innan kirkjunnar hafa grafið undan þessum áhrifum á seinustu árum, samhliða því að hneigð þjóðarinnar til [[kristni]] og annarrar trúar hefur farið minnkandi.
===Tengt efni===
* [[Listi yfir biskupa Íslands]]