„Sauðabréfið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
 
== Handritin ==
Sauðabréfið er varðveitt í tveimur skinnbókum: ''Kóngsbókinni fráúr Færeyjum'' og ''Lundarbókinni''. Bréfið, eða hluti þess, er einnig varðveitt í þremur pappírshandritum frá því eftir [[siðaskipti]].
 
=== Kóngsbókin fráúr Færeyjum ===
[[Kóngsbókin fráúr Færeyjum|Kóngsbókin]] var áður í Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi, auðkennd ''Sth. Perg. 33, 4to.'' Fremst í handritinu eru Landslög Magnúsar lagabætis (uppskrift frá því um eða skömmu eftir 1300), síðan kemur Sauðabréfið á fjórum blöðum, og aftast bréf frá 14. júlí 1491. Á meðan bókin var í Færeyjum hefur ýmislegt verið skrifað í hana þar sem pláss hefur verið, svo sem [[Hundabréfið]] sem talið var ólesandi, en [[Jón Helgason (prófessor)|Jóni Helgasyni]] prófessor tókst að lesa að mestu. Bókin var í Færeyjum fram til um 1599, og hefur fylgt lögmannsembættinu. Síðasti Færeyingur sem hafði hana undir höndum var Pétur Jakopsson, bóndi í [[Kirkjubær (Færeyjum)| Kirkjubæ]] og [[lögmaður Færeyja]] [[1588]]–[[1601]]. Hann fór með bókina til [[Björgvin]]jar árið 1599, og lét binda hana inn. Var nafn hans sett á fremra spjaldið og ártalið á það aftara. Bókin varð eftir í Björgvin og var þar um skeið. Um 1680 er hún komin til Stokkhólms og fór þar í Konunglega bókasafnið. Nafnið ''Kóngsbókin'' er í færeyskum sögnum dregið af því að bókin var talin eign konungs, þó að hún væri í vörslu lögmannsembættisins, auk þess sem hún var uppspretta konungsvaldsins í Færeyjum.
 
Í Kóngsbókinni er Sauðabréfið á fjórum blöðum, og eru fyrsta og aftasta síðan auðar. Það bendir til að þetta hafi verið sérstakt skjal, sem var fest inn í bókina. Ekki verður betur séð en að þetta sé frumrit Sauðabréfsins, því að fremst hefur Hákon háleggur skrifað á [[latína|latínu]] (því miður nokkuð skert):
Lína 19:
=== Lundarbókin ===
[[Mynd:Sheep Letter, p 1.jpg|thumb|Síða 132 v í Lundarbókinni, með upphafi Sauðabréfsins]]
[[Lundarbókin]] er í Háskólabókasafninu í [[Lundur|Lundi]] í Svíþjóð, miðaldahandrit nr. 15. Hún er skrifuð nokkru síðar en texti Sauðabréfsins í Kóngsbókinni, eða um 1320, og er með glæsilegustu og best varðveittu lögbókum frá sinni tíð. [[Stefán Karlsson]] handritafræðingur telur að Lundarbókin hafi verið gerð fyrir biskupsstólinn í [[Kirkjubær (Færeyjum)|Kirkjubæ]] í Færeyjum og líklega verið þar til [[siðaskipti|siðaskipta]]. Löngu síðarSíðar barst bókin til Svíþjóðar og var gefin Háskólabókasafninu í Lundi á 18. öld.
 
Meginefni Lundarbókar eru aðrir lagatextar, svo sem [[Hirðskrá]], bæjarlög Björgvinjar, [[Landslög Magnúsar lagabætis]] o.fl.