„Öndvegissúlur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Öndvegissúlur''' voru tveir útskornir tréstofnar og stóð sinn stofninn til beggja handa við [[öndvegi]] [[víkingur|víkingahöfðingja]], þ.e. hásæti þeirra. Öndvegissúlur voru oft útskornar myndum af [[Æsir|æsum]] og þykir líklegt að þær hafi staðið sem táknmynd fyrir ''tré lífsins'', þ.e.a.s. [[Askur Yggdrasils|Ask Yggdrasils]].<ref>{{vefheimild|url=http://www.domkirkjan.is/AI001.html|titill=Saga Dómkirkjunnar|mánuðurskoðað=8. mars|árskoðað=2006}}</ref>
 
Er [[landnámsmaður|landnámsmenn]] námu land við [[Ísland]], lögðu þeir traust sitt í þessar súlur til að finna sér bústað. Er þeir sáu til lands vörpuðu þeir öndvegissúlum frá borði til heilla og settust svo að þar sem þær rak á land. Það gat stundum kostað töluverða leit um strendur landsins að hafa upp á súlunum.
 
Af [[Ingólfur Arnarson|Ingólfi Arnarsyni]] og öndvegissúlum hans segir í [[Landnámabók]]:
:''Þá er Ingólfur sá Ísland, skaut hann fyrir borð öndvegissúlum sínum til heilla; hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmi á land. Ingólfur tók þar land er nú heitir Ingólfshöfði. [..] [[Vífill (þræll)|Vífill]] og [[Karli (þræll)|Karli]] hétu þrælar Ingólfs; þá sendi hann vestur með sjó að leita öndvegissúlna sinna. [..] Fundu þeir öndvegissúlur hans við Arnarhvál fyrir neðan heiði. [..] Ingólfur tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið. Hann bjó í Reykjavík''.
 
== Tilvísanir ==