„Epikúros“: Munur á milli breytinga

forngrískur heimspekingur og upphafsmaður epikúrisma (341 – 270 f.Kr.)
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 18. september 2005 kl. 22:31

Epikúros (fæddur á eynni Samos 341 f.Kr.; dáinn í Aþenu, 270 f.Kr.) var grískur heimspekingur og upphafsmaður epikúrismans, einnar vinsælustu heimspekistefnunnar á helleníska tímanum.

Ævi

Foreldrar Epikúrosar voru Neókles and Kærestrate. Þau voru bæði aþenskir borgarar en fluttust til aþensku nýlendunnar á eynni Samos í Eyjahafinu. Samkvæmt Apollodóros (að sögn sagnaritarans Díogenesar Laertíosar, sjá X.14-15) fæddist hann á sjöunda degi gamelíonmánaðar á þriðja ári 109. ólympíutíðar, þegar Sósígenes var arkon (þ.e. í febrúar árið 341 f.Kr.). Hann sneri aftur til Aþenu átján ára gamall til þess að hljóta herþjálfun.

Hann dvaldi með föður sínum í Kólofon eftir að Perídikkas hafði rekið aþensku nýlendubúana burt frá Samos vegna uppreisnar þeirra í kjölfar andláts Alexanders mikla (u.þ.b. 320 f.Kr.). Hann varði næstu árum í Kólofon, Lampsakos, og Mýtilene, þar sem hann stofnaði skóla 32 ára að aldri og hóf að laða til sín nemendur. Í arkonstíð Anaxíkratesar (307-306 f.Kr.) sneri hann á ný aftur til Aþenu þar sem hann stofnaði skólann sem varð þekktur undir nafninu Garðurinn, en skólinn dró nafn sitt af garðinum þar sem kennslan fór fram, u.þ.b. miðja vegu milli súlnaganganna Stoa poikile og Akademíunnar, skólans sem Platon hafði stofnað.

Epikúros lést á öðru ári 127. ólympíutíðar, er Pýþaratos var arkon, þá 72 ára gamall.

Heimspeki Epikúrosar

Heimildir

Textinn er tekinn og lauslega þýddur af ensku Wikipedia.

Tengt efni

Tenglar

 
Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni
  • [1] - Grein um Epikúros á Stanford Encyclopedia of Philosophy.
  • [2] - Grein um Epikúros á The Internet Encyclopedia of Philosophy.

Snið:Link FA