„Rudolf Keyser“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''(Jakob) Rudolf Keyser''' (f. [[1. janúar]] [[1803]], d. [[9. október]] [[1864]]) var norskur [[sagnfræðingur]] og [[prófessor]] við [[Háskólinn í Ósló|Háskólann í Kristjaníu]].
 
Rudolf Keyser fæddist í [[Kristjanía (Ósló)|Kristjaníu]], nú [[Ósló]]. Faðir hans var Johan Michael Keyser, síðar [[biskup]]; móðir Kirstine Margaretha Vangensteen.
 
Keyser hóf nám í [[guðfræði]] 1820, en brátt kom í ljós að hann hafði meiri áhuga á [[sagnfræði]], og þá einkum sögu [[Noregur|Noregs]]. Árið 1825 fékk hann styrk til að fara í námsför til [[Ísland]]s. Þar var hann í tvö ár og lærði íslensku, bæði talmál þeirra tíma og einnig ritmálið forna. Kynntist hann þá mörgum Íslendingum, m.a. [[Sveinbjörn Egilsson | Sveinbirni Egilssyni]], og teiknaði af honum mynd. Eftir að Keyser kom aftur heim, 1827, fékk hann stöðu sem [[dósent]] við Háskólann í Kristjaníu, og átti að flytja þar fyrirlestra um sögu föðurlandsins, tungumálið forna og minjar frá fyrri tíð. Var það í fyrsta skipti að fornnorska ([[íslenskafornnorska]] (íslenska) varð kennslugrein þar.
 
Það var þó sagnfræðin sem Keyser fékkst einkum við. Vegna kunnáttu sinnar í fornmálinu lagði hann grunninn að sagnfræðirannsóknum sem byggðar voru á skrifuðum heimildum frá stórveldistíma Noregs. Árið 1829 varð hann [[lektor]] og árið 1837 [[prófessor]] við Háskólann, uns hann lét af störfum 1862. Árið 1833 átti hann frumkvæði að því að hafin var útgáfa á fyrsta sagnfræðitímariti Norðmanna: ''Samlinger til det norske folks sprog og historie''.
 
Árið 1830 lagði norska Stórþingið fram fé til að gefa út hin fornu [[lög]] og [[réttarbót|réttarbætur]] Noregs. Keyser tók við verkinu 1834 og vann að því mörg ár, með besta nemanda sínum [[Peter Andreas Munch]], að skrifa upp handrit í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Á árunum 1846-1849 komu svo út fyrstu þrjú bindin (af fimm): ''[[Norges gamle love inntil 1387]]''. Verkið sker sig úr fyrir óvenjulega vísindalega nákvæmni, jafnvel á nútímamælikvarða, og er útgáfan enn í fullu gildi, þó að [[gotneskt letur]] bókannalagatextanna sé ekki aðgengilegt. Þarna kom fram sterkasta hlið Keysers sem sagnfræðings, að leggja strangt fræðilegt mat á fornar heimildir.
 
Keyser hafði ekki jafn gott lag á því að miðla þekkingu sinni og niðurstöðum í aðgengilegum yfirlitsritum. Margt af því tagi setti hann einungis fram í fyrirlestrum, sem voru ekki gefnir út fyrr en eftir hans dag. Hann var vinsæll fyrirlesari, bæði í Háskólanum og utan hans.
Lína 38:
 
[[Flokkur:Norskir sagnfræðingar|Keyser, Rudolf]]
[[Flokkur:ÍslenskSaga handritNoregs|Keyser, Rudolf]]
{{fde|1803|1864|Keyser, Rudolf}}