„Ísland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tæmdi síðuna
Marina (spjall | framlög)
m Tek aftur breytingu 482408 frá 79.20.85.7 (Spjall)
Lína 1:
{{Land
|nafn_á_frummáli=Lýðveldið Ísland
|nafn_í_eignarfalli=Íslands
|fáni=Flag of Iceland.svg
|skjaldarmerki=Iceland coa1.gif
|staðsetningarkort=Europe location ISL.png
|kjörorð=ekkert
|þjóðsöngur=[[Lofsöngur]]
|tungumál=[[íslenska]]
|höfuðborg=[[Reykjavík]]
|stjórnarfar=[[Lýðveldi]]
|titill_leiðtoga=[[Forseti]]<br />[[Forsætisráðherra]]
|nöfn_leiðtoga=[[Ólafur Ragnar Grímsson]]<br />[[Geir H. Haarde]]
|staða = Sjálfstæði
|staða_athugasemd = undan [[Danmörk]]u
|atburður1=Heimastjórn
|dagsetning1=[[1. febrúar]] [[1904]]
|atburður2=Fullveldi
|dagsetning2=[[1. desember]] [[1918]]
|atburður3=Lýðveldi
|dagsetning3=[[17. júní]] [[1944]]
|stærðarsæti=105
|flatarmál_magn=1_E11_m²
|flatarmál=103.125
|hlutfall_vatns=2,7%
|fólksfjöldi=313,376
|mannfjöldaár=Janúar 2008
|mannfjöldasæti=169
|íbúar_á_ferkílómetra=3,1
|VLF_ár=2005
|VLF=10.531
|VLF_sæti=135
|VLF_á_mann=35.546
|VLF_á_mann_sæti=5
|VÞL = {{ágóði}} 0,968
|VÞL_sæti = 1
|gjaldmiðill=[[íslensk króna|króna]] (ISK)
|tímabelti=[[UTC]]+0 (enginn sumartími)
|tld=is
|símakóði=354
}}
 
'''Lýðveldið Ísland''' er [[eyríki]] í [[Atlantshafið|Norður-Atlantshafi]] á milli [[Grænland]]s, [[Færeyjar|Færeyja]] og [[Noregur|Noregs]]. Ísland er um 103.000 [[ferkílómetri|km²]] að stærð; það er önnur stærsta [[eyja]] í [[Evrópa|Evrópu]] og sú átjánda stærsta í heimi. Á Íslandi búa um það bil 313.000 manns. Höfuðborg landsins er [[Reykjavík]].
 
''[[Landnámabók]]'' segir frá hvernig [[landnám Íslands]] hófst kringum árið [[874]] þegar [[Ingólfur Arnarson]] nam hér land, þó aðrir höfðu áður dvalið tímabundið á landinu. Á næstu áratugum og öldum flutti fjöldi fólks til Íslands á tímabili sem nefnt er [[landnámsöld]]. Ísland komst með [[Gamli sáttmáli|Gamla sáttmála]] undir vald [[Noregur|Noregs]] árið 1262 og var undir stjórn Norðmanna og [[Danmörk|Dana]] til ársins [[1918]], þegar það hlaut [[Sjálfstæðisbarátta Íslendinga|fullveldi]]. Danska ríkið fór þó með utanríkismál og landhelgisgæslu fyrir hönd Íslands og löndin höfðu sameiginlegan konung þar til [[lýðveldi]] var stofnað á Íslandi [[1944]]. Landið hefur gengið undir ýmsum nöfnum, einkum meðal [[ljóðskáld]]a (sjá grein ''[[Heiti yfir Ísland]]'').
 
Á síðari hluta [[20. öld|20. aldar]] jókst [[Verg landsframleiðsla|þjóðarframleiðsla]] Íslendinga til muna og innviðir og [[velferðarkerfi]] landsins efldust. Nú er Ísland þróaðasta land heims, samkvæmt [[Vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu SÞ um þróun lífsgæða]]. Ísland er meðlimur í [[SÞ]], [[NATO]], [[EFTA]] og [[EES]].
 
== Saga ==
{{aðalgrein|Saga Íslands}}
 
Ísland var, samkvæmt [[Íslendingabók Ara fróða]], fyrst numið af [[Noregur|norskum]] og [[Keltar|keltneskum]] ([[Skotland|skoskum]] og [[Írland|írskum]]) [[landnemi|landnemum]] undir lok [[9. öldin|níundu]] og [[10. öldin|tíundu aldar]]. Þar var <!-- nei, það er ekki það elsta -->næstelsta (og það elsta sem enn er starfandi), [[þing|þjóðþingið]], [[Alþingi]], stofnað árið [[930]].
 
Ísland var ekki sett undir erlend ríki fyrr en næstum fjórum [[öld]]um eftir að það var fyrst numið. Þá fór svo að [[Listi yfir Noregskonunga|Noregskonungur]] náði landinu undir sína krúnu ([[1262]]). Síðar varð Ísland svo hluti af [[Danmörk|danska ríkinu]] árið [[1380]].
 
Ísland fékk [[stjórnarskrá]] og takmarkaða heimastjórn árið [[1874]] á [[þjóðhátíð]] í tilefni af [[1000 ára afmæli Íslandsbyggðar]] (þar sem núverandi [[þjóðsöngur]] landsins, [[Lofsöngur]] var frumfluttur), [[fullveldi]] fylgdi í kjölfarið árið [[1918]]. [[Danskir konungar|Danski konungurinn]] var sameiginlegur þjóðhöfðingi Danmörkur og Íslands til ársins [[1944]], þegar lýðveldið var stofnað.
 
== Stjórnmál ==
{{aðalgrein|Íslensk stjórnmál}}
Ísland er [[lýðveldi]] með þingbundinni stjórn. [[Framkvæmdavald]]ið liggur hjá [[Forseti Íslands|forseta]] og [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórn]]. Æðsti maður ríkisstjórnar er [[Forsætisráðherra Íslands|forsætisráðherra]]. Ríkisstjórnin ber ábyrgð gagnvart [[Alþingi]], sem er handhafi [[löggjafarvald]]sins ásamt forseta. [[Dómsvald]] er í höndum [[Dómstólar Íslands|dómstóla]]; æðsti dómstóll landsins er [[Hæstiréttur Íslands|Hæstiréttur]].
 
[[Forseti Íslands]] er [[þjóðhöfðingi]] landsins og er þjóðkjörinn í beinni kosningu allra kjörbærra manna. Kjörtímabil hans er 4 ár. Forseti er ábyrgðarlaus á ríkisstjórnarathöfnum og lætur [[ráðherra]] framkvæma vald sitt. Hann veitir formönnum stjórnmálaflokka umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningar til Alþingis og skipar ráðherra en oftast er þessu ferli í raun stýrt af stjórnmálaflokkunum sjálfum, aðeins þegar þeir geta ómögulega komist að niðurstöðu sjálfir nýtir forsetinn sér þetta vald og skipar sjálfur ríkisstjórn. Þetta hefur þó ekki gerst í sögu lýðveldisins en gerðist [[1942]] þegar [[Sveinn Björnsson]], þáverandi [[ríkisstjóri Íslands]], skipaði [[utanþingsstjórn]]. Forseti Íslands hefur málskotsrétt gagnvart þinglögum samkvæmt stjórnarskrá og ber þá að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu en lögin taka samt gildi, þangað til þau eru afnumin eða staðfest með þjóðaratkvæði.<ref>Deildar meiningar eru um raunveruleg völd forsetans, þá sérstaklega hvort hann geti neitað að skrifa undir lög og hvort slíkur gjörningur hafi einhverjar afleiðingar. Í [[Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands|stjórnarskránni]] er sagt að slík synjun kalli á [[Þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslu]] um lögin, en hins vegar lætur forseti ráðherra framkvæma vald sitt og eru margir á þeirri skoðun að það gildi um þetta vald eins og önnur völd forseta.</ref> Núverandi forseti er [[Ólafur Ragnar Grímsson]], sem tók við embættinu árið [[1996]]. Hann nýtti sér málskotsréttinn fyrstur forseta á Íslandi, þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin árið 2004.
 
[[Alþingi]], [[löggjafarþing]] Íslands, starfar í einni deild. 63 þingmenn þess eru kjörnir hlutfallskosningu í 6 [[Kjördæmi Íslands|kjördæmum]]. Kjörtímabilið er 4 ár en getur verið styttra ef það kemur til þingrofs en vald til að rjúfa þing liggur hjá ríkisstjórninni. Ráðherrar eiga einnig sæti á Alþingi en hafa ekki atkvæðarétt nema þeir séu einnig þingmenn en sú er reyndar venjan. Alþingi velur sér forseta til að hafa yfirumsjón með fundum þess, núverandi [[forseti Alþingis]] er [[Sturla Böðvarsson]]. Ríkisstjórnir á Íslandi eru nánast ávallt samsteypustjórnir tveggja eða fleiri flokka en einnig eru dæmi til um minnihlutastjórnir, einkum og sér í lagi vegna þess að enginn flokkur hefur hlotið hreinan meirihluta á þingi, í það minnsta ekki frá endurreisn lýðveldis. Núverandi ríkisstjórn er samsteypustjórn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokks]] og [[Samfylking]]ar undir forystu [[Geir H. Haarde|Geirs H. Haarde]] forsætisráðherra.
 
==Skipting í stjórnsýsluumdæmi==
===Kjördæmi===
{{aðalgrein|Kjördæmi Íslands}}
 
Íslandi er skipt upp í 6 [[kjördæmi]] sem kjósa sína fulltrúa á [[Alþingi]].
 
===Sveitarstjórn===
{{aðalgrein|Sveitarfélög á Íslandi}}
 
Íslandi er skipt upp í 104 sveitarfélög sem eru mikilvægustu stjórnsýslueiningar landsins og hafa víðtæk völd á sviði skólamála, skipulags, samgangna og félagsmála.
 
=== Sýslur ===
{{aðalgrein|Sýslur á Íslandi}}
 
Íslandi hefur frá fornu fari verið skipt upp í sýslur til umboðsstjórnar. Hinar gömlu landfræðilegu sýslur eru ekki lengur formlegar stjórnsýslueiningar á Íslandi, [[sýslumenn]] eru enn þá við lýði en umdæmi þeirra fylgja ekki alltaf gömlu sýsluskiptingunni.
 
== Landafræði ==
[[Mynd:Iceland sat cleaned.png|thumb|250px|right|Samsett [[gervihnattarmynd]] af Íslandi.]]
{{aðalgrein|Landafræði Íslands}}
Ísland er staðsett á [[heitur reitur|heitum reit]] á [[Atlantshafshryggurinn|Atlantshafshryggnum]]. Það er 102.800 ferkílómetrar að stærð. Þar eru mörg virk [[Eldfjall|eldfjöll]] (sjá [[eldfjöll Íslands]]) og ber þar helst að nefna [[Hekla|Heklu]] (1491m). Um það bil 10% eyjarinnar er undir [[jökull|jöklum]]. Á Íslandi eru <!-- eh? eru til kaldir hverir? tók út "heitir" hér -ævar--> [[hver]]ir víða, og gnótt jarðhita færir íbúunum heitt vatn, sem meðal annars er notað til húshitunar.
 
Ísland er önnur stærsta eyja Evrópu, á eftir [[Bretland]]i. Eyjan er vogskorin, og flestir bæir standa við [[fjörður|firði]], [[vík]]ur og [[vogur|voga]]. Helstu þéttbýlisstaðir eru [[höfuðborg]]in [[Reykjavík]], [[Keflavík]], þar sem einn af [[alþjóðlegur flugvöllur|alþjóðlegum flugvöllum]] landsins er staddur, og [[Akureyri]].
 
Ísland liggur á tveimur jarðskorpuflekum, Norður-Ameríkuflekanum og Evrasíuflekanum. Landið telst sögulega til [[Evrópa|Evrópu]].
 
== Efnahagsmál ==
{{aðalgrein|Efnahagur Íslands}}
[[Efnahagur]] þjóðarinnar byggir enn að talsverðu leyti á [[Fiskveiðar|fiskveiðum]], sem afla nær 40% útflutningstekna og veita 8% vinnandi manna störf. Þar sem aðrar [[náttúruauðlindir]] skortir (fyrir utan jarðhita og fallvötn til virkjunar), er efnahagslíf á Íslandi viðkvæmt og háð heimsmarkaðsverði á fiski og sjávarafurðum. Auk þess geta minnkandi fiskstofnar í [[efnahagslögsaga|efnahagslögsögu]] landsins haft töluverð áhrif á sveiflur í efnahagslífinu og heimsmarkaðsverð á [[ál]]i og [[kísilgúr]]i sem eru stærstu útflutningsvörur Íslendinga á eftir sjávarafurðum.
 
Stjórn [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðis]]- og [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokks]], sat við stjórnartaumana frá [[1995]] til 2007. Hún hafði á stefnuskránni að draga úr ríkisumsvifum og einkavæða ríkisfyrirtæki. Ríkisútgjöld, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, hafa þó vaxið síðustu ár. Núverandi ríkisstjórn er andvíg inngöngu í [[Evrópusambandið]]. Nú sitja í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking, tveir stærstu flokkarnir í íslenskri pólitík. Geir H. Haardre forsætisráðherra fer fyrir henni.
 
Fjölbreytileiki í efnahagslífinu hefur aukist undanfarna tvo áratugi. [[Ferðaþjónusta]] verður æ fyrirferðameiri, og reyna Íslendingar að lokka til sín útlendinga með auglýsingum um hreina og ómengaða náttúru og öflugt næturlíf.
Nokkuð dró úr hagvexti á árunum [[2000]] til [[2002]], en árið 2002 var hann neikvæður um 0,6%, frá 2003 hefur hagvöxtur hins vegar verið drjúgur en efnahagur í samanburði við nágrannalönd einkennst af óstöðugleika.
 
== Lýðfræði ==
{{aðalgrein|Lýðfræði Íslands}}
Íslendingar eru í megindráttum [[Norðurlönd|norræn]] þjóð. Landið byggðist upphaflega norrænum mönnum, einkum frá [[Noregur|Noregi]] og [[Keltar|Keltum]] frá nýlendum [[Víkingar|víkinga]] á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] og Íslendingar hafa í gegnum tíðina átt mest samskipti við helstu fiskveiðiþjóðir á [[Norður-Atlantshaf]]i. Til er kenning um að Íslendingar séu að uppruna sérstakur þjóðflokkur, aðgreindur frá öðrum þjóðflokkum á norðurlöndum („[[Herúlakenningin]]“). Á síðari tímum hafa ýmsar kenningar um uppruna þjóðarinnar verið settar fram með [[erfðafræði]]legum rökum. Þá er talað um að flestar konur sem hingað komu hafi verið keltneskar (flestar ambáttir) en karlarnir að miklu leyti norrænir.
 
Íbúafjöldi landsins sveiflaðist á milli um 30.000 og 80.000 við hefðbundinn efnahag í bændasamfélagi fyrri alda. Á [[19. öldin|19.]] og [[20. öldin|20. öld]] hefur Íslendingum fjölgað nokkuð ört og nú eru íbúar landsins rétt rúmlega 315.000 auk nokkurra þúsunda af íslenskum uppruna sem ekki eru búsett á Íslandi.
 
Á Íslandi er töluð [[íslenska]], sem er norrænt tungumál, og flestir íbúar landsins eru í hinni [[Evangelísk-lúthersk kirkja|evangelísk-lúthersku]] [[Þjóðkirkjan|þjóðkirkju]].
 
Mikil fjölgun hefur verið á erlendum ríkisborgurum hérlendis en árið 2005 fjölgaði þeim um 29,5% og árið [[2006]] var fjölgunin 34,7%.<ref name="innflytjendur">{{Vefheimild|url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/03/11/6_8_prosent_ibua_erlendir_rikisborgarar/|titill=6,8% íbúa erlendir ríkisborgarar|ár=2008|mánuður=11. mars|útgefandi=Mbl.is}}</ref> Árið [[2007]] voru erlendir ríkisborgarar 18.563 talsins (6[[%]] af íbúum Íslands), og þann [[1. janúar]] [[2008]] voru 21.434 erlendir ríkisborgarar skráðir (6,8[[%]] af íbúum Íslands).<ref name="innflytjendur"/> Það er 15,5% fjölgun árið 2007. Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda Íslands er nú hærra en annars staðar á [[Norðurlöndin|Norðurlöndum]], en árið [[2006]] var það næst hæst í [[Svíþjóð]] eða um 5,4%.<ref name="innflytjendur"/> Konur voru jafnan fjölmennari í hópi erlendra ríkisborgara til árins [[2003]], en síðan [[2004]] hafa karlar verið fjölmennari en konur. Í árslok [[2007]] voru karlar með erlent ríkisfang 8,1% allra karla en konur 5,5% allra kvenna.<ref name="innflytjendur"/>
 
== Menning ==
{{aðalgrein|Íslensk menning}}
 
===Þekktir Íslendingar===
* [[Eiður Smári Guðjohnsen]]
====Frá miðöldum====
* [[Egill Skalla-Grímsson]]
* [[Eiríkur rauði]]
* [[Leifur Eiríksson]]
 
====Listamenn====
* [[Louisa Matthíasdóttir]]
* [[Laddi]]
* [[Alfreð Gíslason]]
 
====Rithöfundar====
* [[Arnaldur Indriðason]]
* [[Halldór Laxness]]
* [[Snorri Sturluson]]
 
====Tónlistarmenn og hljómsveitir====
* [[Björk Guðmundsdóttir]]
* [[Sigur Rós]]
* [[Emilíana Torrini]]
* [[Bubbi Morthens]]
* [[Quarashi]]
 
===Kvikmynda- og bókmenntaverðlaun===
Árlega eru veitt verðlaun fyrir afrek liðins árs í bókmenntum og [[kvikmyndagerð á Íslandi]]. [[Edduverðlaunin]] eru verðlaun sem veitt eru þeim sem þykja hafa skarað fram úr á sviði kvikmynda og sjónvarps. Síðar á árinu eru [[Íslensku bókmenntaverðlaunin]] afhent því fólki sem talið er hafa borið af á ritvellinum.
 
==Tengt efni==
*[[Island.is]]
*[[Alþingisbækur Íslands]]
 
== Neðanmálsgreinar ==
{{reflist}}
 
==Tenglar==
{{commons|Iceland|Íslandi}}
{{Wiktionary|Ísland}}
* [http://www.althingi.is/ Alþingi]
* [http://www.raduneyti.is Ríkisstjórnin]
* http://www.iceland.org/
* http://www.iceland.is/
* http://www.islandsmyndir.is/
* {{vísindavefurinn|6590|Hvað er séríslenskt?}}
 
===Blaðagreinar===
* [http://www.timarit.is/?issueID=337695&pageSelected=99&lang=0 ''Ísland og Íslendingar''; grein í Tímariti hins íslenska bókmenntafélags 1887]
* [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=419579&pageSelected=4&lang=0 ''Hver var fyrstur?''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1971]
* [http://www.timarit.is/?issueID=419347&pageSelected=11&lang=0 ''Hverjir fundu Ísland?''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1968]
* [http://www.guardian.co.uk/world/2008/may/18/iceland No wonder Iceland has the happiest people on earth], grein í Observer e. John Carlin
* [http://www.independent.co.uk/news/europe/the-big-question-is-iceland-the-happiest-place-on-the-planet-and-what-can-we-learn-from-it-832105.html The Big Question: Is Iceland the happiest place on the planet, and what can we learn from it?], grein í The Independent e. Paul Vallely
 
 
{{Evrópa}}
{{Norðurlandaráð}}
{{Atlantshafsbandalagið}}
{{S|1944}}
 
{{Tengill GG|de}}
{{Tengill ÚG|vi}}
{{Tengill ÚG|el}}
 
[[Flokkur:Ísland| ]]
 
[[af:Ysland]]
[[als:Island]]
[[am:አይስላንድ]]
[[an:Islandia]]
[[ang:Īsland]]
[[ar:أيسلندا]]
[[ast:Islandia]]
[[az:İslandiya]]
[[bar:Ísland]]
[[bat-smg:Ėslandėjė]]
[[be:Ісландыя]]
[[be-x-old:Ісьляндыя]]
[[bg:Исландия]]
[[bn:আইসল্যান্ড]]
[[bo:འཁྱགས་རུམ་གླིང་ཕྲན]]
[[bpy:আইসল্যান্ড]]
[[br:Island]]
[[bs:Island]]
[[ca:Islàndia]]
[[ce:Исланди]]
[[ceb:Iceland]]
[[crh:İslandiya]]
[[cs:Island]]
[[csb:Islandëjô]]
[[cv:Исланди]]
[[cy:Gwlad yr Iâ]]
[[da:Island]]
[[de:Island]]
[[diq:İslanda]]
[[dsb:Islandska]]
[[dv:އައިސްލަންޑަން]]
[[dz:ཨའིསི་ལེནཌ་]]
[[el:Ισλανδία]]
[[en:Iceland]]
[[eo:Islando]]
[[es:Islandia]]
[[et:Island]]
[[eu:Islandia]]
[[fa:ایسلند]]
[[fi:Islanti]]
[[fiu-vro:Island]]
[[fo:Ísland]]
[[fr:Islande]]
[[frp:Islande]]
[[fy:Yslân]]
[[ga:An Íoslainn]]
[[gd:Innis Tile]]
[[gl:Islandia - Ísland]]
[[gn:Iylanda]]
[[gu:આઇસલૅન્ડ]]
[[gv:Yn Eeslynn]]
[[hak:Pên-tó]]
[[he:איסלנד]]
[[hi:आइसलैंड]]
[[hr:Island]]
[[hsb:Islandska]]
[[ht:Islann]]
[[hu:Izland]]
[[hy:Իսլանդիա]]
[[ia:Islanda]]
[[id:Islandia]]
[[ie:Island]]
[[ilo:Islandia]]
[[io:Islando]]
[[it:Islanda]]
[[ja:アイスランド]]
[[jbo:bisygu'e]]
[[ka:ისლანდია]]
[[kk:Исландия]]
[[kl:Islandi]]
[[kn:ಐಸ್‍ಲ್ಯಾಂಡ್]]
[[ko:아이슬란드]]
[[ku:Îslanda]]
[[kw:Island]]
[[la:Islandia]]
[[lb:Island]]
[[lg:Isilandi]]
[[li:Iesland]]
[[lmo:Islànda]]
[[lt:Islandija]]
[[lv:Īslande]]
[[mk:Исланд]]
[[mr:आइसलँड]]
[[ms:Iceland]]
[[mt:Iżlanda]]
[[na:Iceland]]
[[nah:Iztlālpan]]
[[nds:Iesland]]
[[nds-nl:Ieslaand]]
[[ne:आइसल्याण्ड]]
[[nl:IJsland]]
[[nn:Island]]
[[no:Island]]
[[nov:Islande]]
[[oc:Islàndia]]
[[os:Исланди]]
[[pam:Iceland]]
[[pl:Islandia]]
[[pms:Islanda]]
[[ps:آيسلېنډ]]
[[pt:Islândia]]
[[qu:Islandya]]
[[ro:Islanda]]
[[roa-rup:Islanda]]
[[ru:Исландия]]
[[sa:आइसलैंड]]
[[sc:Islanda]]
[[scn:Islandia]]
[[sco:Iceland]]
[[se:Islánda]]
[[sg:Islande]]
[[sh:Island]]
[[simple:Iceland]]
[[sk:Island]]
[[sl:Islandija]]
[[sq:Islanda]]
[[sr:Исланд]]
[[sv:Island]]
[[sw:Iceland]]
[[ta:ஐஸ்லாந்து]]
[[tg:Исландия]]
[[th:ประเทศไอซ์แลนด์]]
[[tl:Iceland]]
[[tpi:Aislan]]
[[tr:İzlanda]]
[[udm:Исландия]]
[[uk:Ісландія]]
[[ur:آئس لینڈ]]
[[uz:Islandiya]]
[[vec:Islanda]]
[[vi:Iceland]]
[[vo:Lisladeän]]
[[war:Islandya]]
[[wo:Islaand]]
[[yi:איסלאנד]]
[[zh:冰岛]]
[[zh-min-nan:Peng-tē]]
[[zh-yue:冰島]]