„Brunnklukka“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Brunnklukka''' eða '''brúnklukka''' ([[Fræðiheitifræðiheiti]]: ''Agabus bipustalatus'') er [[bjalla]] af [[brunnklukkuætt]], og er t.d. algeng í vötnum, keldum og tjörnum á [[Ísland]]i. Brunnklukkur eru svart- eða brúnleitar og eru allstórar bjöllur, sundfættar, og geta skotist áfram með miklum hraða í vatni. Meðan þær eru lirfustigi kallast þær ''vatnskettir'' og hafa sterkar griptengur á höfðinu.
 
Brunnklukkur eru flatar á skrokkinn og mjög sléttar utan, og bæði lirfan, þ.e. vatnskötturinn, og þær sjálfar eru hin mestu [[rándýr]] og lifa á öllum þeim smádýrum, sem þær ráða við. Þær dveljast í vötnum, en synda upp undir yfirborð vatnsins og taka þar loft undir [[Skjaldvængur|skjaldvængina]] og synda svo sem hraðast til botns aftur. [[Fálmari|Fálmarar]] þeirra eru með 11 liðum, fæturnir oftast 5 liða, og öftustu fæturnir eru hærðir, og eru sundfætur, mjög sterkbyggðar. Um nætur fer brunnklukkan úr vatninu og flýgur.