Munur á milli breytinga „Öxi“

1.687 bætum bætt við ,  fyrir 13 árum
ekkert breytingarágrip
m
 
Axir hafa lengi verið notaðar við [[aftaka|aftökur]] og í [[franska byltingin|frönsku byltingunni]] kom [[fallöxi]]n fram sem skjótvirkara aftökutæki.
 
== Axir til forna ==
Axirnar norrænu voru taldar einkunnarvopn [[Norðurlönd|Norðurlandaþjóða]], og voru mjög misjafnar að stærð og lögun. Léttar axir skammskeftar, er nefndust ''handaxir'', báru menn hversdagslega heima fyrir til öryggis sjálfum sér. Í bardögum voru þær einkum hafðar að [[kastvopn]]um. Hinar eiginlegu vígaxir voru stærri og þyngri. Algengasta tegund þeirra var hin svonefnda ''breiðöx''. Nafnið miðar einkum til þess að greina hana frá ''bolöxum'' (þ.e. viðaröxum). Breiðöxin hafði hátt blað og mjótt, nær því meitillaga. Breiðaxarblaðið var aftur á móti fremur lágt á skafti, allþunnt, lítið eitt bogadregið fyrir munninn, úthyrnt, en að sér dregið upp undir augað og þykknaði þar mjög; skallinn (hamarinn) var flatur, sjaldnar hnúðmyndaður. Eggin var 3-12 þumlunga á lengd.
 
Nærri lætur, að meðallengd breiðaxa hafi verið um 5 þumlungar. Væri hyrnunar slegnar mjög fram og svírabugðurnar krappar - einkum kverkin - nefndist öxin: ''Snarhyrnd öx''. Til breiðaxa töldust ennfremur ''skeggaxir''; þær voru snaghyrndar aftur en ekki fram, þ.e. höfðu skegg undir kverkinni. Aftur á móti virðist ''bryntröllið'' hafa verið frábrugðið snaghyrnum einkum að því leyti, sem skalllinn var sleginn fram í alldigran brodd, hvassan og strendan, er vel var til þess fallinn að rjúfa [[Hjálmur|hjálma]] og [[brynjur]], eða þá í lítið axarblað, tiltölulega þykkara og sterkara en aðalblaðið. Ekki má rugla bryntröllinu við ''brynþvarann'', er var höggspjót svipað atgeir, og er lýst sem spjóti með breiðu og löngu blaði og þverslá á falnum.
 
==Axir á Íslandi==
Óskráður notandi