„Hvalsey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
 
Fyrir utan bústað, [[fjós]] (reyndar tvö með básum fyrir 16 [[kýr]] samanlagt) og önnur [[gripahús]] og [[smiðja|smiðju]] hefur fundist rúst af [[Skemma|skemmu]]. Var það algengt við stærri bæi í Eystribyggð og var þar sennilega safnað [[Rostungur|rostungstönnum]] og [[Feldur|feldum]] og öðru sem selt var til kaupmanna.
 
Í Grænlandslýsingu Ívars Bárðarsonar, sem bjó að Görðum 1347-1360 segir svo:
"Næst Einarsfirði er Hvalseyjarfjörður. Þar er kirkja sem heitir Hvalseyjarfjarðarkirkja; hún á allan fjörðinn, og svo allan Kambstaðafjörð sem er næstur. Í þessum firði er stórt höfuðból sem heyrir konungi til og heitir á Þjóðhildarstöðum." Eðlilegt er að ætla að þar með heiti höfuðból Hvalseyjarfjarðar Að Þjóðhildarstöðum, þar sem ekkert höfuðból er í næsta firði, sem er svo til óbyggilegur. Kirkjan er því væntanlega byggð af noregskonungi. Hún er auk þess staðsett mitt á milli biskupssetursins að Görðum og Brattahlíðar, þar sem höfuðætt Grænlendinga bjó. Konungur skipti auk þess með sér og kirkjunni öðrum helstu jörðum eystribyggðar, nema gamla ættarsetrinu í Brattahlíð. Þetta skýrir m.a. hversvegna svo stór kirkja stendur þarna mitt á milli tveggja höfuðbóla Grænlands, hver byggði hana og hversvegna bær sem ekki stóð á eynni Hvalsey er í nýrri heimildum kallaður Hvalsey.
 
Auk þess má minna á að Ívar Bárðarson skrifaði ekki Grænlandslýsingu sína, heldur er hún höfð eftir honum, sem og að upphaflega handritið sem var skrifað á norsku, er glatað, elsta handritið er dönsk 17. aldar þýðing sem segir ekki skírt að kirkjan stendur á bænum, heldur einfaldlega í firðinum. Þarna er bara eitt höfuðból, og ein kirkja. Býlið hét að Þjóðhildarstöðum og tilheyrði konungi, kirkjan tilheyrði jú kirkjunni og er nefnd eftir firðinum sem hún átti.
 
==Búðkaupið 1408==