„Wikipedia:Potturinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 448:
Fróðleg lesning um það að sumir háskólar séu að láta nemendur sína skrifa Wikipedia-flettur. Nokkuð sem þyrfti að brydda upp á hér á landi líka, enda hið fullkomna verkefni fyrir nemendur: [http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=148&a=768885] --[[Kerfissíða:Framlög notanda/85.220.89.242|85.220.89.242]] 14. maí 2008 kl. 11:31 (UTC)
: Ég hef í nokkur misseri núna haft það sem eitt verkefni hjá nemendum mínum að skrifa pistla í íslensku wikipedia og lét þau skrifa lexíur í wikibooks. Ég hætti nú að láta þau nota wikibooks vegna vandamála varðandi suma stjórnendur þar og læt þau nú vinna lexíur í öðru wikikerfi. En það er að mínu mati mjög mikilvægt að kennarar, sérstaklega kennarar nemenda á framhaldskólastigi og efsta stigi grunnskólans þekki þetta umhverfi og vankanta þess og möguleika. það er líklegast að það fyrsta sem nemendur þeirra gera sé að gúgla eitthvað og lenda á wikipedia. Nemendur mínir hafa verið að skrifa greinar um sjálfvalið efni eins og [[vörtusvín]] og [[Thorbjörn Egner]] og þá verið að skrifa einir grein. Það er hins vegar sniðugt að láta nemendur vinna saman í að gera stærri greinar eins og þessi prófessor hefur gert. Hér er [http://en.wikinews.org/wiki/Wikinews_interviews_team_behind_the_2%2C000th_featured_Wikipedia_article viðtal við hann í Wikinews]. --[[Notandi:Salvor|Salvör Gissurardóttir]] 14. maí 2008 kl. 14:08 (UTC)
::En hvernig er það, eru fleiri kennarar að vinna einsog þú? Ég held að það sé mjög sniðugt að nemendur kynnist þessu frjálsa verkefni sem Vigga er, það bæði stækkar þennan upplýsingabanka, og kennir fólki að taka gagnrýni, rökræða og leita upplýsinga og sjóða þær niður í alfræðiform. --[[Kerfissíða:Framlög notanda/157.157.159.168|157.157.159.168]] 14. maí 2008 kl. 15:24 (UTC)