„Sauðabréfið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
 
=== Lundarbókin ===
[[Mynd:Sheep Letter, p 1.jpg|thumb|Síða 132 v í Lundarbókinni, með upphafi Sauðabréfsins]]
[[Lundarbókin]] er í Háskólabókasafninu í [[Lundur|Lundi]] í Svíþjóð, miðaldahandrit nr. 15. Það er skrifað nokkru síðar en textinn í Kóngsbókinni, eða um 1310. Það er með glæsilegustu og best varðveittu lögbókum frá sinni tíð. Talið er líklegt að Árni Sigurðsson, sem var biskup í Björgvin 1304–1314, hafi átt handritið. Löngu síðar barst það til Svíþjóðar og var gefið Háskólabókasafninu í Lundi á 18. öld. Lundarbókin er einnig kölluð ''Codex Reenhielmianus''.
 
Lína 45:
 
== Sauðabréfið sem heimild ==
Sauðabréfið gefur mikilvæga innsýn í færeyskt samfélag um 1300. Ýmis ákvæði þess hafa haft lagagildi fram á okkar tíma. Af Sauðabréfinu má sjá að um 1300 var [[norræna]]n sem töluð var í Færeyjum, farin að fá sérstök einkenni. Einnig ereru í Sauðabréfinu mörg orð, sem ekki koma annars staðar fyrir í fornum handritum, svo sem hagfastur, haglendi, að kyrra, sauðbítur, vagnhögg o.fl. ''Vagnhögg'' merkir stykki úr hval, eða leifar af hval, sem vagnhvalir, þ.e. háhyrningar, hafa rifið í sig.
 
== Heimildir ==