„Virk skilyrðing“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Belgbaun (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Belgbaun (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Í [[Virk skilyrðing|virkri skilyrðingu]] er gengið út frá því að einstaklingurinn sé virkur í umhverfinu, þ.e. hann er hluti af umhverfinu. Einstaklingar verða sífellt fyrir styrkjandi áreitum eða styrkjum sem gegna því hlutverki að styrkja eða auka virki eða þá [[hegðun]] sem átti sér stað rétt fyrir styrkinn. Hver hegðun á sér þannig afleiðingu og sú afleiðing leikur [[hlutverk]] í því hvort, og þá hversu oft, einstaklingurinn endurtekur þá hegðun. Styrkir er með öðrum orðum hvert það atburður sem eykur líkur á því að einhver [[áreiti]] valdi kalli fram ákveðið [[viðbragð]].
Dæmi um þetta er rotta í tilraunabúri (sem einnig hefur verið kallað [[Skinnerbox]]) þar sem slá er á einum vegg búrsins. Ef rottan styður framfótunum á slána kemur matur niður í lítinn dall. Virkið er hegðunin rétt fyrir styrkinn, eða sem veldur styrkinum, þ.e. sú hegðun að styðja framlöppunum á slána. Afleiðingin, þ.e. maturinn, veldur því að rottan fer að styðja mun oftar á slána en áður til að fá matinn, eða styrkinn.
Hegðun sem felur í sér styrki er mun líklegri til að aukast í framtíðinni en hegðun sem ekki felur í sér styrki. Ef maturinn hættir að koma mun rottan fljótlega hætta að styðja framlöppunum á slána. Þá er talað um slokknun hegðunarinnar. Hegðun sem ekki er lengur styrkt er mun líklegri til að minnka í framtíðinni en hegðun sem áfram er styrkt.