„Vatnafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Land ocean ice cloud 1024.jpg|thumb|right|Vatn þekur um 70% af yfirborði jarðar en er einnig bæði í jörðinni og í lofthjúpnum.]]
 
'''Vatnafræði''' (eða '''vatnsfræði''') (enska: hydrology, gríska: Yδωρ, hudōr, „vatn“; og λόγος, logos, „fræði“) fjallar um ferska vatnið á jarðarkúlunni, ástand þess og hringrás, eðlis- og efnafræðilega eiginleika, áhrif þess á umhverfið og áhrif umhverfisins á það.
Vatnafræðin er nátengd ýmsum greinum náttúruvísinda og teygir sig langt inn á svið [[veðurfræði]], [[jöklafræði]] og [[jarðfræði]]. Kjarni hennar felst í þekkingu á afrennsli vatnsins af þurrlendi ofanjarðar og neðan og tengsl þessa rennslis við [[veðurfar]] og jarðfræði. Vatnafræðinni má skipta niður í undirgreinar, yfirborðsvatnafræði (surface hydrology), jarðvatnsfræði (geohydrology) og vatnajarðfræði (hydrogeology). Þeir sem stunda vatnafræði nefnast [[Vatnafræðingur|vatnafræðingar]].