„Vladímír Lenín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: cv:Ленин
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Lenin.WWI.JPG|thumb|Vladimir Lenín]]
'''Vladimír Iljitsj Lenín''' ([[rússneska]]: '''Влади́мир Ильи́ч Ле́нин''', oft bara kallaður '''Lenín''' [[IPA]]:[ˈljenjɪn]; fæddur '''Vladimír Iljitsj Úljanov'''; [[22. apríl]] <small>([[gamli stíll]]: [[10. apríl]])</small> [[1870]] – [[21. janúar]] [[1924]]) var [[Kommúnismi|kommúnískur]] [[bylting]]arleiðtogi, leiðtogi [[Bolsévikaflokkurinn|bolsévíkaflokksins]], fyrsti leiðtogi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] og helsti frömuður stefnunnar kennd við hann, [[Lenínismi|lenínisma]]. Hann fæddist í bænum [[Simbrisk]] (sem í dag heitir [[Úljanovsk]]). Faðir hans var opinber starfsmaður sem aðhylltist lýðræði og studdi menntun fyrir alla. Hann fékk [[lögfræði]]gráðu árið [[1891]] og fór í kjölfarið að vinna í þeirri grein. Árið [[1893]] flutti hann til [[Sankti Pétursborg]]ar og fór hann þar að tengjast [[Marxismi|marxisma]] æ meira. Hann var handtekinn [[1895]] og haldið í fjórtán mánuði og síðan sendur í útlegð í [[Síbería|Síberíu]]. Þegar útlegðinni lauk árið [[1900]] tók hann að ferðast um [[Rússland]] og restina af [[Evrópu]], á þeim ferðalögum sínum tók hann á endanum upp nafnið Lenín. Hann fór að vera virkur innan [[Rússneski sósíaldemókrataflokkurinn|rússneska sósíaldemókrataflokksins]] og árið [[1906]] var hann kjörinn í miðstjórn. Hann hélt áfram að ferðast víðsvegar um Evrópu, en í kjölfar [[Febrúarbyltingin|Febrúarbyltingarinnar]] [[1917]] sneri hann til baka en flúði síðan aftur til [[Finnland]]s í júlí sama ár þegar hann var sakaður um að vera fjármagnaður af [[Þýskaland|Þjóðverjum]]. Í október þess árs leiddu hinsvegar hann og [[Trotskí]] [[Októberbyltingin|Októberbyltinguna]] svonefndu og komust kommúnistar þar með til valda. Lenín varð eftir þá byltingu æðsti ráðamaður [[Rússland]]s og síðar Sovétríkjanna. Hann lést árið [[1924]] eftir röð [[hjartaáfall]]a eftir að hafa verið skotinn árið [[1918]]. Líkami hans var [[smurning|smurður]] og er til sýnis í [[grafhýsi]] í [[Moskva|Moskvu]] til þessa dags.
 
== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=419600&pageSelected=1&lang=0 ''Hvers konar maður var Lenín?''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1971]
 
{{Stubbur|æviágrip}}