„Elsa G. Vilmundardóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Jók miklu við
m
Lína 1:
'''Elsa Guðbjörg Vilmundardóttir''' fæddist í Vestmannaeyjum 27. nóvember [[1932]] og lést í Reykjavík [[23. apríl]] [[2008]]). Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka háskólanámi í jarðfræði og er því fyrsti kvenjarðfræðingur landsins.
 
Foreldrar hennar voru Vilmundur Guðmundsson vélstjóri frá Hafnarnesi við Reyðarfjörð (f. 3.9.[[1907]], d. 21.10.[[1934]]) og Guðrún Björnsdóttir saumakona frá [[Fagurhóll|Fagurhóli]] í Austur-Landeyjum (f. 26.10.[[1903]], d. 10.2.[[1975]]). Á þriðja aldursári flutti Elsa með foreldrum sínum frá Eyjum til [[Siglufjörður|Siglufjarðar]] en þar drukknaði faðir hennar skömmu síðar. Eftir það fór hún til móðurforeldra sinna í Fagurhóli í V-Landeyjum og var hjá þeim meðan þau lifðu en fór síðan með móðursystur sinni að Bollakoti í [[Fljótshlíð]] og var þar til heimilis uns hún fluttist til móður sinnar í Reykjavík 12 ára gömul.
 
 
Lína 9:
 
== Starfsferill ==
Þegar hún kom heim frá námi árið 1963 hóf hún fljótlega aftur störf hjá Raforkumálaskrifstofunni, síðan hjá [[Orkustofnun]], þegar hún varð til árið [[1967]]. Þar vann hún síðan uns húbnhún fór á eftirlaun 2004.
 
Árið [[1977]] birtist þekktasta rannsóknarskýrslarannsóknarritgerð Elsu [[Tungnárhraun]] sem var mikið tímamótaverk og er enn hin merkasta heimild um þessi hraun. Árið 1980 var gerður samningur milli Orkustofnunar og [[Landsvirkjun]]ar um samræmda jarðfræðikortlagningu á vatnasviði Þjórsár ofan Búrfells og var Elsa umsjónarmaður þess verks. Kortin komu út á árabilinu 1983-1999 og hafa síðan verið grundvöllur allra jarðfræðirannsókna á þessu svæði.
Á þessum árum var lagður grunnur að því mikla verki sem Elsa vann enn að er hún lést, þ.e. kortlagningu móbergs í eystra gosbeltinu.
Elsa stundaði rannsóknir víðar svo sem að kortlagningu móbergs og hlýskeiðshrauna norðan Vatnajökuls, á fornu lónseti að [[Fjallabak]]i og [[gjóskuflóð]]um samfara forsögulegum [[Heklugos]]um. Hún skrifaði einnig um vísindarannsóknir og rannsóknarferðir dr. [[Helgi Péturss|Helga Péturss]]. Hún var einnigennfremur meðhöfundur bókarinnar 100 Geosites in South-Iceland.
 
Lengst munu jarðfræðikortin líklega halda minningu hennar á lofti innan fræðanna.
Lína 22:
*Félagi í Soroptimistaklúbbi Kópavogs og formaður hans 1977-1979
*Sat í stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands.
*StifnfélagiStofnfélagi í Heilsuhringnum, sat þar í stjórn frá 1977 og var varaformaður um árabil
*Formaður Starfsmannafélags Orkustofnunar (SOS) 1983-1985.
*Stofnfélagi í[[Jarðfræðafélag Íslands|Jarðfræðafélagi Íslands]] og formaður þess árin [[1986]]-[[1990]].