„Set“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Snaebjorn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Leman img 0573.jpg|thumb|250px|Set í [[Rhône]]-ánni.]]
 
'''Set''' er samansafn lausra og óharðnaðra [[steind]]a, [[berg]]brota eða [[Lífvera|lífrænna leifa]], sem hafa [[Veðrun|veðrast]] eða fallið út úr upp[[lausn]]. Roföfl, svo sem [[vindur]], [[vatn]] og [[Jökull|jöklar]], bera set burt frá veðrunarstað til setmyndunarstaðar. Setmyndunarstaður er sá staður þar sem kraftur rofaflanna þverr og þau hætta að geta borið setið með sér. Flestir setmyndunarstaðir eru aðeins tímabundnir, svo sem [[Stöðuvatn|stöðuvötn]], [[Vatnsfall|árfarvegir]] og [[Eyðimörk|eyðimerkur]], en með tímanum geta roföflin tekið aftur við setinu þar og borið það áfram. Eini endanlegi setmyndunarstaðurinn er [[úthaf]]sbotninn en þaðan getur setið ekki borist lengra með roföflum.
 
Seti er skipt í þrjá flokka eftir uppruna, molaset (e. ''clastic sediment''), lífrænt set (''biochemical'' eða ''organic sediment'') og efnaset (e. ''chemical sediment''). Set er gjarnan flokkað eftir [[kornastærð]] og [[kornalögun]].
 
{{Stubbur|jarðfræði}}