„Mani pulite“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 35:
Rannsóknin tók síðan enn nýja stefnu í [[apríl]] [[1994]] þegar 80 meðlimir [[Ítalska efnahagsbrotalögreglan|efnahagsbrotalögreglunnar]] og 300 aðilar úr atvinnulífinu voru handteknir fyrir mútugreiðslur og mútuþægni. Nokkrum dögum síðar viðurkenndi ritari bílaframleiðandans [[Fiat]], [[Cesare Romiti]], spillingu innan fyrirtækisins með bréfi til dagblaðsins [[Corriere della sera]].
 
[[Image:Berlusconi_small2.jpg|frame|right|Silvio Berlusconi. ]]
Í kosningunum í [[mars]] [[1994]] fór [[Silvio Berlusconi]], þekktur athafnamaður frá Mílanó, „fram á völlinn“ (eins og hann orðaði það sjálfur), að sumir telja til þess að firra sig og fyrirtæki sín frekari rannsókn af hálfu saksóknara. Kosningabandalagið sem hann fór fyrir ([[Polo della libertà]]) vann kosningarnar. Grunsemdir féllu á hann meðal annars þegar sonur hans viðurkenndi að hafa greitt nokkrum sveitarstjórnarmönnum mútur. [[13. júlí]] kom stjórn Berlusconis í gegn reglugerð sem kom í veg fyrir fangelsisdóma fyrir öll nema alvarlegustu spillingarbrot. Sjónvarpið sýndi myndir af mönnum sem höfðu orðið uppvísir að spillingu, labba út úr fangelsi. Þetta olli almennri reiði. Að auki óskuðu dómararnir, sem höfðu staðið fyrir rannsókninni, eftir lausn frá störfum, á þeirri forsendu að þeir yrðu að virða lög ríkisins, en gætu ekki unað við lög sem stríddu gegn samvisku þeirra með þessum hætti. Almenningsálitið olli því að reglugerðin var snarlega dregin til baka.
 
[[Image:Craxi coins.jpg|thumb|right|Peningum kastað í Craxi í Róm]]
Eftir því sem rannsókninni miðaði jukust líkurnar stöðugt á því að Bettino Craxi yrði handtekinn. Bettino Craxi var í huga almennings nokkurs konar [[táknmynd]] spillingarinnar í ítölskum stjórnmálum. Um alla Róm mátti lesa [[veggjakrot]] á við „''Dentro Bettino, fuori il bottino''“ („Inn með Bettino, út með þýfið“). Álit almennings á Craxi lýsti sér vel í mótmælum þegar hann kom eitt sinn út af hótelinu þar sem hann bjó í Róm og mannfjöldinn fyrir utan henti í hann smápeningum og söng „''Bettino, prendi anche queste''“ („Bettino, taktu þessa líka“) við lagið [[Guantanamera]]. Í [[maí]] flýði hann land og flutti í glæsihýsi sitt í [[Hammamet]] í [[Túnis]].
 
==Stríðið milli Berlusconis og Di Pietro==
[[Image:Berlusconi_small2.jpg|frame|right|Silvio Berlusconi. ]]
Nú hófst hálfgert stríð milli [[framkvæmdavald]]sins og dómsvaldsins. Öðrum megin voru dómararnir að rannsaka fjárreiður [[Fininvest]], fyrirtækjasamsteypu forsætisráðherrans, og á móti sendi ríkisstjórnin skoðunarmenn sína inn á skrifstofur dómaranna til að leita að merkjum um óreiðu og spillingu. Brátt komu fram ásakanir á hendur Di Pietro sem urðu til þess að hann sagði af sér embætti dómara. Árið eftir leiddi opinber rannsókn til þess að hann var hreinsaður af áburðinum. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum, fyrst sem óflokksbundinn í stjórn [[Romano Prodi|Romanos Prodis]] ([[1996]]-[[1998]]) og síðan með sína eigin stjórnmálahreyfingu: [[Italia dei Valori]].