Munur á milli breytinga „Mani pulite“

63 bætum bætt við ,  fyrir 14 árum
m
m
 
==Upphaf málsins==
[[Image:Antonio_Di_Pietro.jpg|thumb|right|Antonio Di Pietro ]]
''Mani pulite'' hófust með því að rannsóknardómarinn [[Antonio Di Pietro]] lét handtaka [[Mario Chiesa]] fyrir mútuþægni þann [[17. febrúar]] [[1992]]. Chiesa var þá forstjóri [[elliheimili]]s í [[Mílanó]] og meðlimur í ítalska sósíalistaflokknum. Aðrir meðlimir flokksins, eins og [[Bettino Craxi]] formaður og fyrrverandi [[forsætisráðherra]], höfnuðu því við þetta tækifæri að spilling væri útbreidd í ítölskum stjórnmálum og héldu því fram að mál Chiesa væri einangrað tilvik. Eftir nokkra mánuði í fangelsi og eftir að lögreglan hafði gert upptækar allar eignir Chiesa (sem voru umtalsverðar), hóf hann að gefa út yfirlýsingar sem tengdu marga þekkta stjórnmálamenn við spillingu og mútugreiðslur sem Chiesa hafði sjálfur átt þátt í, meðal annars með fjármunum frá ítölsku mafíunni. Þetta gerði dómurunum kleift að víkka rannsóknina út.