„Hannes Hafstein“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Hafsteinn var sonur [[Pétur Havstein|Péturs Havsteins]] amtmanns á [[Möðruvellir|Möðruvöllum]] í Hörgárdal. Hannes lauk námi við [[Hinn lærði skóli|Lærða skólann]] 1880 og hélt í laganám til [[Kaupmannahöfn|Hafnar]]. Hann dundaði sér við skriftir á námsárunum sínum og gat sér gott orð á Íslandi fyrir skáldskapargáfu. Hann lauk lögfræðiprófi frá [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] árið [[1886]]. Þegar hann kom heim varð hann settur sýslumaður í Dalasýslu og sat að Staðarfelli í eitt ár uns hann gerðist málafærslumaður við [[landsyfirréttur|landsyfirréttinn]] og tveimur árum síðar var Hannes [[landshöfðingi|landshöfðingjaritari]] hjá [[Magnús Stephensen|Magnúsi Stephensen]].
 
Árið 1895 var hann skipaður sýslumaður á [[Ísafjörður|Ísafirði]], í kjölfar [[Skúlamál]]a - [[Skúli Thoroddsen|Skúla Thoroddsen]] og fór til Ísafjarðar árið eftir. Árið 1899 vann Hannes frægustu hetjudáð sína þegar hann fór mannskaðaHannes svaðilför á landhelgisbátnum Ingjaldi út í [[Bretland|breska]] togarann ''Royalist'', sem var að ólöglegum veiðum í [[Landhelgi Íslands|íslenskri landhelgi]] í [[Dýrafjörður|Dýrafirði]]. Togarinn kafsigldi bátinn með þeim afleiðingum að þrír af þeim fjórum ósyndu mönnum sem voru með Hannesi í för drukknuðu. Bretarnir björguðu Hannesi um borð og hættu veiðunum.
 
Hannes sat á Alþingi fyrir Ísfirðinga [[1900]]-[[1901]] og fyrir Eyfirðinga [[1903]]-[[1915]] og loks var hann kjörinn af konungi til setu á Alþingi [[1916]]-[[1922]] en hann sat síðast á Alþingi [[1917]]. Hann varð foringi [[Heimastjórnarmaður|Heimastjórnarmanna]] á Alþingi þegar dönsk ríkistjórn [[Venstre]] féllst á hugmyndir Heimastjórnarmanna um [[ráðherra]] á Íslandi, og bauð Íslendingum heimastjórn að fyrrabragði, eftir að [[Valtýr Guðmundsson]] hafði fengið frumvarp sitt samþykkt á Alþingi 1901, árið 1903.