„Atómmassi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ásgeir IV. (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Halfdan (spjall | framlög)
m Zetan á heima aftur í forsögu og í Morgunblaðinu. Ekki hér.
Lína 3:
'''Atómmassi''' [[samsæta|samsætu]] er hlutfallslegur [[massi]] samsætunnar mælt á mælikvarða þar sem [[kolefni]]-12 hefur atómmassann nákvæmlega 12. Engar aðrar samsætur hafa heiltölumassa, bæði vegna þess að nifteindir og róteindir eru misþungar sem og vegna [[massafrávik]]s af völdum [[bindiorka|bindiorku]]. Það er þó smávægilegt miðað við massa kjarneindar og því má ávallt rúnna atómmassa samsætu að næstu heiltölu og fá þannig réttan fjölda kjarneinda. Fjölda [[nifteind]]a má þá fá með því að draga [[sætistala|sætistöluna]] frá.
 
MynztriðMynstrið í fráviki atómmassanna frá massatölum sínum er sem hér greinir: frávikið byrjar jákvætt í [[vetni]]-1, verður svo strax neikvætt og nær lágmarki við [[járn]]-56, hækkar síðan og verður aftur jákvætt hjá þungu samsætunum, með vaxandi atómtölu. Þetta samsvarar eftirfarandi: [[kjarnaklofnun]] frumefnis sem er þyngra en járn gefur frá sér orku meðan kjarnaklofnun frumefnis sem er léttara en járn þarf orku. Hið gagnstæða á við um [[kjarnasamruni|kjarnasamruna]] - samruni þar sem myndunarfrumefnið er léttara en járn gefur frá sér orku en samruni þar sem myndunarfrumefnið er þyngra en járn þarf orku.
 
Áþekk skilgreining á við um [[sameind]]ir; í tilfelli þeirra er talað um [[sameindamassi|sameindamassa]]. Sameindamassa efnis má reikna með því að leggja saman atómmassa atómanna sem efnið er gert úr margfaldað með hlutföllum frumefnanna sem gefin eru í [[efnaformúla|efnaformúlunni]]. Áþekkan [[formúlumassi|formúlumassa]] má reikna fyrir efni sem mynda ekki sameindir.