Munur á milli breytinga „Djúpivogur“

1.752 bætum bætt við ,  fyrir 12 árum
ekkert breytingarágrip
 
Á árunum 1920-30 voru bátar frá [[Seyðisfjörður|Seyðisfirði]], [[Neskaupstaður|Norðfirði]] og [[Eskifjörður|Eskifirði]] gerðir út frá Djúpavogi. Upp úr [[1940]] eru keyptir stærri bátar til Djúpavogs, m.a. Papey o.fl. og um [[1950]] er keyptur 100 tonna bátur, Víðir frá [[Akranes]]i, síðar nefndur [[Mánatindur]]. Með komu hans var fiskur sóttur lengra og landað með nokkrra daga millibili, (útilegubátur). Um og upp úr [[1960]] bætast fleiri stór og góð skip við flotann og voru þá stundaðar [[togveiðar]], [[netaveiðar]] og [[síldveiðar]] með [[hringnót]]. Árið [[1981]] er [[skuttogari]]nn [[Sunnutindur]] keyptur frá [[Noregur|Noregi]], einnig önnur [[togskip]] og [[nótaskip]] um svipað leyti. Á árunum [[1970]]-[[1980|80]] var talsverð [[rækjuveiði]] í Berufirði. Handfæra- línu- og netaveiðar hafa verið stundaðar á minni bátum í áratugi og síðustu árin mest á hraðskreiðum vélbátum (hraðfiskibátum).
 
=== Af öðru ===
 
Góð náttúrleg höfn er á Djúpavogi. Verulegar hafnarframkvæmdir hófust ekki fyrr en [[1947]] er byggð var hafskipabryggja en áður voru þar nokkrar smábryggjur í eigu einstaklinga.
 
Allmikill [[landbúnaður]] var áður stundaður á Djúpavogi en nú hefur dregið nokkuð úr honum. Landsímastöð hefur verið á Djúpavogi frá [[1915]], sjálfvirk [[símstöð]] frá [[1976]] og [[póstafgreiðsla]] frá [[1873]].
 
[[Sýslumaður]] sat á Djúpavogi um hríð. [[Læknir]] settist þar að upp úr aldamótunum [[1900]]. Kirkja var flutt til Djúpavogs frá [[Háls í Hamarsfirði|Hálsi]] í Hamarsfirði árið [[1894]] og [[prestur]] hefur setið þar frá 1905. Til [[Djúpavogsprestakall]]s heyra kirkjur á Djúpavogi, í Berufirði, á [[Berunes]]i og [[Hof í Álftafirði|Hofi]] í Álftafirði.
 
Almenn barnakennsla hófst á Djúpavogi [[1888]] og var fyrst kennt í [[Hótel Lundur|Hótel Lundi]]. Skólahús var byggt [[1912]] og nýtt skólahús [[1953]]. Þar starfar nú [[grunnskóli]] til og með [[10. bekkur|10. bekk]].
 
Félagslíf hefur verið nokkuð blómlegt á Djúpavogi. [[Ungmennafélagið Neisti]] var stofnað [[1919]] og hefur meðal annars staðið fyrir íþrótta- og leikstarfsemi, einkum fyrr á árum. [[Kvenfélagið Vaka]] hefur starfað alllengi. Á Djúpavogi starfa [[Lionsklúbbur Djúpavogs]], [[Slysavarnafélagið Bára]], [[Skógræktarfélag Djúpavogs]]og fleiri félög.
 
Skammt innan við Djúpavog er viti, á [[Æðarsteinn|Æðarsteini]], reistur [[1926]].
 
Fyrrum var talið að á Djúpavogi væru að meðaltali 212 þokudagar á ári og komst það í bækur. Þetta reyndist þó síðar á misskilningi byggt en þokusamt er þar eigi að síður.
 
== Afþreying ==
42

breytingar