Munur á milli breytinga „Búlandstindur“

ekkert breytingarágrip
Búlandstindur þykir almennt vera eitt formfegursta fjall á Íslandi. Fjöldi fólks leggur leið sína á tindinn á hverju ári og reikna má með að þeir yrðu enn fleiri ef leiðin yrði merkt. Best er að fara eftir vegarslóða sem liggur meðfram [[Búlandsá]] sunnanverðri og alveg inn að stíflu sem er innarlega á dalnum. Þaðan er gengið beint upp grasi grónar brekkur og skriður innan við [[Stóruskriðugil]] í stefnu á skarð fyrir innan Búlandstind. Þar á eftir rekur leiðin sig sjálf þar til efsta tindi er náð. Hátindurinn er mjór og brattur klettarimi og þar er útsýni feyki gott. Mjög mikilvægt er að gæta þess að ganga ekki of langt til austurs ef eitthvað er að skyggni eða ef hált er, því að austurhlíð fjallsins er þverhnípt og hömrótt. Gott GSM samband er á tindinum.
 
'''Orkustöðin''': Oft hefur verið talað um að Búlandstindur sé [[orkustöð]], ein af fáum á Íslandi, þannig að þeir sem hafa áhuga geta e.t.v. nýtt sér orkuna úr Búlandstindi.
 
'''Goðaborg''': Um 700 m hæð austur af Búlandstindi gengur fjallsrani, [[Goðaborg]], og er sagt að þangað upp hafi menn burðast með goð sín strax eftir [[kristnitaka|kristnitökuna]] til þess að steypa þeim fram af fjallsgnípunni.
42

breytingar