Munur á milli breytinga „Wikipedia:Potturinn“

m
:Efnisyfirlitið [[:Mynd:Is-forsida-rendering.png|sést hjá mér aðeins í öðrum dálknum, það ætti að ná yfir þá báða]]. --[[Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason|Ævar Arnfjörð Bjarmason]] 14. apríl 2008 kl. 12:44 (UTC)
::Já, ég held þið ættuð að sleppa ''heimsfréttum'' og gera efnisyfirlitið tvíbreitt.--[[Notandi:Iceman|Friðrik Bragi Dýrfjörð]] 14. apríl 2008 kl. 12:46 (UTC)
 
== Félag um Stafrænt Frelsi á Íslandi ==
 
Halló. Við hjá FSFÍ erum að falast eftir því að reyna að fá sem flest frjáls verkefni á Íslandi undir einn hatt að einhverju leyti. FSFÍ er ætlað sem samband frjálsra félagasamtaka og einstaklinga sem hafa áhuga á frjálsum hugbúnaði, frjálsum vélbúnaði, frjálsri menningu og þaðan af. Wikimedia er þá fyrst og fremst verkefni um frjálsa menningu, og því mikilvægur hluti af heildarpakkanum.
 
Nú hef ég ekki fylgst neitt sérstaklega vel með umræðunni um hvort stofna eigi Wikimedia chapter hér á landi (ég dett stundum út :P).. en ég held að hvort sem það er til eða ekki yrði gott að tengja verkefnið við umsvif FSFÍ. Það felur ekki í sér neina stjórnun eða neitt þannig, heldur bara það að þegar við höldum ráðstefnur, gefum út fréttatilkynningar, og svo framvegis, þá séu sem flestir hlutar "frjálsa samfélagsins" með í því - þetta eru hagsmunasamtök og pólitískt þrýstiafl, simple as that. Einnig er FSFÍ ætlað að vera ákveðið fjármögnunarfyrirbæri þannig að hugsanlega verði hægt að greiða undir fólki á ráðstefnur á borð við [http://fscons.org/ FSCONS] (btw, ætlar einhver að fara á það í ár?) og þessháttar.
 
FSFÍ ætlar að standa fyrir ráðstefnu þann 5. júlí næstkomandi og verða meðal fyrirlesara Eben Moglen frá Free Software Foundation og John Perry Barlow frá Electronic Frontier Foundation.
 
Ég sé starfssvið FSFÍ fyrir mér sem:
* Hagsmunafélag áhugamanna um stafrænt frelsi
* Samband frjálsra félagasamtaka
** fjármögnunaraðili fyrir samstarfsverkefni
* Pólitískt þrýstiafl fyrir
** frjálsa staðla
** frjálsa menningu
** frjálsu flæði upplýsinga
* Pólitískt þrýstiafl gegn
** einkaleyfum
** þrengingu höfundaréttar
** hamlandi skriffinsku í málefnum ríkis hvað snýr að tæknimálum
** ónýtri löggjöf sem endurspeglar vanskilning stjórnvalda á tækni
* Vettvangur fyrir ráðstefnur og útgáfustarfsemi um undantalin málefni
 
Hvað finnst ykkur? Væri vit í samstarfi einhverskonar? Hvernig gætuð þið séð það fyrir ykkur? --[[Notandi:Spm|Smári McCarthy]] 14. apríl 2008 kl. 13:08 (UTC)
1.802

breytingar