„Efnahagur Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
í takt við nýja tíma
Lína 1:
<onlyinclude>'''Efnahagur [[Ísland]]s''' er lítill í alþjóðlegum samanburði. Mældur á mælikvarða [[Sameinuðu þjóðirnar|S.Þ.]] um [[Vísitala um þróun lífsgæða|lífsgæði]] er efnahagur Íslands sá þróaðasti í heimi. [[Verg landsframleiðsla]] var 1.279.379 milljónir króna árið [[2007]]. [[Vinnuafl]] taldist vera 179.800, [[atvinnuleysi]] 1,9%.<ref name="lykiltolur">{{vefheimild|url=http://www.hagstofan.is/Pages/1374|titill=Helstu lykiltölur|árskoðað=2008|mánuðurskoðað=31. mars|útgefandi=[[Hagstofa Íslands]]}}</ref> [[Gjaldmiðill]] Íslands er [[íslensk króna]], hún er sjálfstæð og fljótandi<ref>S.k. flotgengisstefna var tekin upp af íslenska Seðlabankanum árið 2001</ref>, þ.e.a.s. ekki beint háð eða bundin við annan gjaldmiðil.
 
Líkt og í öðrum [[Norðurlönd]]um er [[blandað hagkerfi]] á Íslandi, þ.e. [[kapítalismi|kapitalískt]] [[markaður|markaðskerfi]] í bland við [[velferðarkerfi]]. Nokkuð dró úr [[Hagvöxtur|hagvexti]] á árunum [[2000]] til [[2002]], en árið 2002 var hann neikvæður um 0,6%, frá 2003 hefur hagvöxtur hins vegar verið drjúgur en efnahagur í samanburði við nágrannalönd einkennst af óstöðugleika.</onlyinclude>
 
==Óróleiki á markaði 2008==
Á byrjun árs [[2008]] tóku íslenskar vísitölur að falla. Verð á hlutabréfum í stórum íslenskum fyrirtækjum, s.s. [[Exista]] og [[SPRON]] (sem eiga hluti hvort í öðru) féllu einnig. Þann [[17. mars]] [[2008]] féll gengisvísistala íslensku krónunnar um 6,97% og var það mesta fall í sögu hennar. Í kjölfarið komu upp umræður um að s.k. [[jöklabréf]]um<ref>Sjá Vísindavefurinn: [http://visindavefur.is/svar.php?id=6655 Hvað eru jöklabréf?], Gylfi Magnússon</ref> væri um að kenna. Frá [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]] bárust ásakanir um að erlendir [[vogunarsjóður|vogunarsjóðir]]<ref>[http://www.thisismoney.co.uk/investing-and-markets/article.html?in_article_id=440172&in_page_id=3&in_page_id=3 Kaupthing accuses hedge funds of 'smears]</ref> og aðrir „óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið.“<ref>[http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1704 Ræða Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á ársfundi bankans 28. mars 2008]</ref> Íslenski Seðlabankinn hækkaði vexti sína í 15,5% þann [[10. apríl]] og voru þeir þá þeir hæstu í Evrópu. Stuttu síðar gaf Seðlabankinn út þá spá að fasteignaverð á Íslandi myndi lækka að raunvirði um 30% til ársins [[2010]] og þá yrði verðbólgumarkmiðum Seðlabankans náð.<ref>[http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/04/11/30_prosent_laekkun_ibudaverds_ad_raunvirdi_til_arsl/ 30% lækkun íbúðaverðs að raunvirði til ársloka 2010]</ref> Frá erlendum fréttaveitum, t.d. [[BBC]], bárust í kjölfarið jákvæðar fréttir af stöðu íslenska efnahagsins.<ref>BBC: [http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7340564.stm Iceland's hi-tech future under threat]</ref>
 
==Samsetning==
Lína 15 ⟶ 18:
 
[[Verðbólga]]n át upp sparifé landsmanna og um árabil þótti það hámark heimskunnar að eiga peninga á bankareikning.{{heimild vantar}} Þeir sem áttu fé á milli handa reyndu að koma því í lóg sem fyrst og oft var sagt að steinsteypa væri besta fjárfestingin. Óskynsamlegar fjárfestingar voru einn af fylgikvillum verðbólgunnar auk þess sem hún sljóvgaði verðskyn almennings. Fólk vissi aldrei almennilega hvað hlutirnir kostuðu enda breyttist verðið ört.{{heimild vantar}}
 
== Tengt efni ==
* [[Hvalveiðar á Íslandi]]
* [[Kárahnjúkavirkjun]]
* [[Alcoa]]
* [[Íslensk króna]]
* [[Efnahagssaga Íslands]]
 
==Tilvitnanir==