„Bandaríkin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
Lína 54:
Árið [[1776]] klufu hinar 13 nýlendur sig frá Bretlandi og stofnuðu Bandaríkin, fyrsta [[sambandslýðveldi]] heimsins, með útgáfu [[Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna|Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna]]. Upphaflega var um að ræða laustengt bandalag sjálfstæðra ríkja og miklar deilur voru á milli þeirra sem að vildu halda því þannig og þeirra sem að vildu sjá sterkari alríkisstjórn. Hinir síðarnefndu höfðu sigur með [[Stjórnarskrá Bandaríkjanna]] sem að tók gildi [[1789]].
 
Mikill skortur á vinnuafli háði hinu nýja landi frá upphafi sem að ýtti undir [[þrælahald]], sérstaklega í suðurríkjunum þar sem að mannaflsfrekur landbúnaður var stundaður sem að treysti á vinnuafl innfluttra [[Afríka|afrískra]] [[Blökkumaður|blökkumanna]]. Um miðja [[19. öld]] hafði myndast djúp gjá á milli norðurs og suðurs hvað varðaði réttindi ríkja og útvíkkun þrælahalds. Norðurríkin voru nú á móti þrælahaldi en suðurríkin álitu það nauðsynlegt og vildu taka það upp á þeim svæðum sem ekki tilheyrðu neinu ríki enn þá. Ágreiningurinn leiddi að lokum til þess að sjö suðurríki sögðu sig úr lögum við Bandaríkin og stofnuðu [[Sambandsríki Ameríku]], þau ríki sem eftir voru innan Bandaríkjanna gátu ekki sætt sig við það og [[Þrælastríðið]], braust út. Fjögur ríki til viðbótar gengu til liðs við Suðurríkin eftir að stríðið hófst. Meðan á því stóð gaf [[Abraham Lincoln]] út yfirlýsingu þess efnis að gefa skyldi öllum þrælum í Suðurríkjunum frelsi en því var ekki að fullu hrint í framkvæmd fyrr en eftir sigur norðanmanna [[1865]], upplausn Suðurríkjasambandsins og gildistöku 13. viðauka stjórnarskrárinnar. Borgarastríðið útkljáði þá spurningu hvort að einstökum ríkjum væri heimilt að segja sig úr Bandaríkjunum og það er einnig álitið vera sá punktur í sögunni þar sem völd alríkisstjórnarinnar urðu víðtækari en völd fylkjanna.
 
[[Mynd:1944 NormandyLST.jpg|thumb|right|Landtaka Bandaríkjamanna á strönd [[Normandí]] í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni.]]