Munur á milli breytinga „Fornaldarheimspeki“

m
m (robot Bæti við: ca:Filosofia antiga)
===Sókrates===
[[Mynd:Socrates_Louvre.jpg|thumb|110px|left|[[Sókrates]] (469-399 f.o.t.)]]
[[Sókrates]] (469-399 f.o.t.), sem skildi ekki eftir sig nein rit, bjó í [[Aþena|Aþenu]] þar sem hann stundaði heimspekina einkum á götum úti í samræðum við aðra menn. Honum var oft ruglað saman við [[Sófistar|fræðarana]] eða sófistana svonefndu en taldi sig ekki tilheyra þeim hópi, neitaði því alfarið að hann væri kennari og þáði aldrei borgun fyrir samræður sínar. Hann aflaði sér óvinsælda í Aþenu og var á endanum ákærður fyrir guðlast og að spilla æskulýðnum. Hann var fundinnúrskurðaður sekur og dæmdur til dauða árið 399 f.o.t. Sókrates neitaði að flýja úr fangelsi og kaus fremur að hlýða dóminum. Hann drakk eitur, að skipan dómsins og lést, þá sjötugur að aldri. Heimspeki Sókratesar er einkum þekkt úr ritum lærisveina hans, aðallega Platons en einnig [[Xenofon]]s.
 
Sagt er að Sókrates hafi fyrstur fengist við siðfræði en þó virðist Demókrítos (sem var samtímamaður Sókratesar) einnig hafa gert það. Í ritum Platons er persónan Sókrates svo látinn halda fram ýmsu öðru en því sem talið er að hinn sögulegi Sókrates hafi haldið fram og veldur það erfiðleikum að segja með vissu hvaða skoðanir hinn raunverulegi Sókrates hafði. Einkum virðist mega eigna honum tvennt. Annars vegar að enginn sé vísvitandi illur; hins vegar að [[dygð]] sé [[þekking]].
43.255

breytingar