„Djúpivogur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Olafurbj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Olafurbj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 21:
Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hefur fólk við Berufjörð vafalaust dregið fisk úr sjó á sama hátt og lýst er í [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]], og lifað af því sem land og sjór gaf. Frá miðöldum íslenskrar byggðar eru til sagnir um erlenda fiskimenn við Berufjörð, [[danskur|danska]], [[hollenskur|hollenska]] og e.t.v. frá fleiri þjóðum. Á síðari hluta [[19. öld|19. aldar]] var blómleg útgerð frá Djúpavogi. Þaðan sigldu til veiða all stór [[þilskip]] ([[skútu]]r) og veiddu [[hákarl]], [[þorskur|þorsk]] o.fl. Laust fyrir aldamót [[1900]] lagðist þessi útgerð niður og um skeið voru fiskiveiðar mest stundaðar á [[árabátur|árabátum]] á grunnmiðum. Árið [[1905]] er talið að fyrsti [[vélbátur]]inn hafi komið til Djúpavogs og næstu árin komu svo fleiri litlir vélbátar, mest svokallaðar [[trillur]].
 
Á árunum 1920-30 voru bátar frá [[Seyðisfjörður|Seyðisfirði]], [[Neskaupstaður|Norðfirði]] og [[Eskifjörður|Eskifirði]] gerðir út frá Djúpavogi. Upp úr [[1940]] eru keyptir stærri bátar til Djúpavogs, m.a. Papey o.fl. og um [[1950]] er keyptur 100 tonna bátur, Víðir frá [[Akranes]]i, síðar nefndur [[Mánatindur]]. Með komu hans var fiskur sóttur lengra og landað með nokkrra daga millibili, (útilegubátur). Um og upp úr [[1960]] bætast fleiri stór og góð skip við flotann og voru þá stundaðar [[togveiðar]], [[netaveiðar]] og [[síldveiðar]] með [[hringnót]]. Árið [[1981]] er [[skuttogari]]nn [[Sunnutindur]] keyptur frá [[Noregur|Noregi]], einnig önnur [[togskip]] og [[nótaskip]] um svipað leyti. Á árunum [[1970]]-[[1980|80]] var talsverð [[rækjuveiði]] í Berufirði. Handfæra- línu- og netaveiðar hafa verið stundaðar á minni bátum í áratugi og síðustu árin mest á hraðskreiðum vélbátum (hraðfiskibátum).
 
== Afþreying ==