„John Searle“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Lína 35:
Í ''Intentionality: An Essay in the Philosophy of Mind'' (1983) freistar Searle þess að beita málgjörðarkenningu sinni í rannsókn á [[íbyggni]], þ.e. tengslunum milli hugar og heims eða merkingar og merkingarmiðs. Í ákveðnum skilningi byggist greinargerð Searles á yfirfærslu tiltekinna einkenna sem hann hafði áður eignað málgjörður yfir á [[íbyggin viðhorf]]. Til dæmis er sú [[skoðun]] að Jón eigi tvö súkkulaðistykki íbyggið viðhorf sem felst í því að hafa staðhæfingarinntakið fyrir satt. Uppfyllingakjör skoðana eru sannkjör, þ.e. skoðunin er uppfullt ef hún er sönn og stefnumið þeirra eru frá huga til heims.
 
Searle kynnir einnig til sögunnar hugmynd sína um ''bakgrunninn'',<ref>Searle, ''Intentionality'' (1983); ''The Rediscovery of the Mind'' (1992) 8. kafli.</ref> sem hann segir að hafi leitt til mikillar heimspekilegrar umræðu (Searle segir<ref>"LiterarySearle, „Literary Theory and Its Discontents"Discontents“, ''New Literary History'', 640</ref> „Enda þótt ég hafi fært rök fyrir þessari kenningu í næstum tuttugu ár er samt margt fólk sem ég met mikils ósammála mér um hana.“) Það sem Searle kallar ''bakgrunninn'' er ákveðin geta og tilhneigingar sem fólk hefur en sem eru ekki íbyggið ástand. Stundum bætir Searle við hugmyndinni um ''netið'', sem er net annarra skoðana manns, langana, ótta og svo framvegis sem eru nauðsynleg til þess að eitthvert vit fáist í eitthvert tiltekið íbyggið viðhorf.
 
Svo dæmi sé tekið getum við ímyndað okkur tvo skákmenn sem etja kappi á skákborðinu, en þeir eiga sameiginlegar ýmsar bakgrunnsályktanir: að þeir muni skiptast á að leika, að enginn annar muni skipta sér af, að þeir fari báðir eftir sömu reglunum, að brunabjallan muni ekki hringja, að skákborðið muni ekki skyndilega gufa upp, að mótherjinn muni ekki skyndilega breytast í greipaldin og þar fram eftir götunum. Flest af þessu hvarflar ekki að þeim og því heldur Searle<ref>Searle, ''The Rediscovery of the Mind'' (1992): 185.</ref> að bakgrunnurinn hljóti að vera ómeðvitaður þótt beina megi athyglinni að ákveðnum atriðum (til dæmis ef brunabjallan fer í gagn).