Munur á milli breytinga „Djúpivogur“

12 bætum bætt við ,  fyrir 12 árum
ekkert breytingarágrip
 
== Saga ==
Saga Djúpavogs samtvinnast mjög verslunarsögunni. Þar hefur verið rekin verslun í yfir 400 ár. Búlandsness er getið þegar í [[Landnámsbók]], en elsti [[verslunarstaður]] þar um slóðir var í [[Gautavík]] við Berufjörð norðanverðan. Eru í Gautavík sýnilegar minjar um verslunarstaðinn þar. Frá Gautavík er verslunin svo flutt yfir fjörðinn, og þá fyrst til [[Fýluvogs]] (Fúluvíkur). Voru það kaupmenn frá [[Bremen|Bremen]] eða Brimarkaupmenn. Þaðan fluttist verslun síðan yfir á Djúpavog. Fengu Hamborgarkaupmenn[[Hamborg]]arkaupmenn einkaleyfi til verslunar hér með sérstöku verslunarleyfi Friðriks 2., hinn [[20. júní]] [[1589]]. Má sá dagur teljast stofndagur verslunar á Djúpavogi. Á [[einokunartími|einokunartímanum]] náði verslunarsvæði Djúpavogs milli [[Gvendarness]] og [[Skeiðarár]], yfir 10 sveitir.
[[Sjávarútvegur]] hefur lengi verið stundaður frá Djúpavogi. [[Hákarlaskútur]] voru gerðar héðan út á [[19. öld]] og síðar [[þilskip]] til þorskveiða. Frá þeim tíma var Djúpivogur ein helsta útgerðarstöð á [[Austurland|Austurlandi]] en fór heldur hnignandi er leið fram á [[20. öldina]]. Á síðari árum hefur staðurinn tekið að vaxa á ný.
 
42

breytingar