„Ólafur Þórðarson hvítaskáld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Ólafur Þórðarson hvítaskáld''' (um [[12121210]] – [[1259]]), var [[lögsögumaður]], kennari, [[skáld]] og [[rithöfundur]]. Oftast kallaður '''Ólafur hvítaskáld''' til aðgreiningar frá nafna sínum [[Ólafur Leggsson|Ólafi svartaskáldi]].
 
==Æviferill==
Ólafur var [[laungetinn|launsonur]] [[Þórður Sturluson|Þórðar Sturlusonar]], [[goðorðsmaður|goðorðsmanns]] á [[Snæfellsnes]]i, með Þóru (Jónsdóttur?), talinn fæddur á árabilinu 1210-1212. Hann var albróðir [[Sturla Þórðarson (sagnaritari)|Sturlu Þórðarsonar]] sagnaritara. Ólafur ólst að hluta upp hjá föðurbróður sínum [[Snorri Sturluson|Snorra Sturlusyni]], þar sem hann fékk bestu bóklega menntun sem völ var á. Síðar bjó hann í [[Hvammur í Hvammssveit|Hvammi í Hvammssveit]], [[Borg á Mýrum]] frá 1236, og síðast í [[Stafholt]]i. Þar rak hann um tíma rithöfunda- og prestaskóla, þar sem m.a. var kennd [[málskrúðsfræði]]. Ólafur var [[súbdjákn]] að vígslu.
 
Eftir [[Bæjarbardagi|Bæjarbardaga]] 1237, rak [[Sturla Sighvatsson]] Ólaf úr landi. Hann fór þá til [[Noregur|Noregs]] og dvaldist í [[Niðarós]]i hjá [[Skúli jarl|Skúla jarli]] og syni hans, ásamt með Snorra frænda sínum og fleiri Íslendingum. Þar var hann viðstaddur vorið 1239, þegar Snorri fór út til Íslands í banni [[Hákon gamli|Hákonar konungs]]. Líklegt er að hann hafi farið til [[Svíþjóð]]ar sumarið 1239 til að flytja Eiríki Eiríkssyni Svíakonungi kvæði. Hann kom aftur til Niðaróss snemma árs 1240, hitti þar fyrir Hákon konung og gerðist hans maður í deilunum við Skúla jarl. Eftir að hafa tekið þátt í orustu í [[Ósló]] um sumarið, mun hann hafa farið til [[Danmörk|Danmerkur]]. Var hann við hirð konungsins, [[Valdimar sigursæli|Valdimars sigursæla]], næsta ár, 1240-1241, en Valdimar dó 28. mars 1241. Líklegt er að Ólafur hafi þá farið til Noregs, og síðan til Íslands 1242 eða skömmu síðar.
Lína 8:
Vegna ætternis síns dróst Ólafur inn í átök [[Sturlungaöld|Sturlungaaldar]]. Þegar hann kom úr utanförinni höfðu [[Sturlungar]] orðið fyrir miklu áfalli: Snorri frændi hans var fallinn, 1241, og einnig [[Sighvatur Sturluson]] og flestir synir hans í [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstaðabardaga]] 1238. [[Þórður kakali]], sonur Sighvats, var þá að hefja baráttu til valda. M.a. vegna tengsla við hann varð Ólafur [[lögsögumaður]] 1248-1250 og 1252. Ólafur studdi einnig bróðurson sinn [[Þorgils skarði|Þorgils skarða]], eftir að hann kom til landsins 1252. Annars virðist hann frekar hafa forðast átök, en sinnt í staðinn kennslu og ritstörfum.
 
Ólafur var nafntogað skáld og er m.a. varðveitt brot úr tveimur kvæðum hans um Hákon gamla, annað [[hrynhenda]]. Einnig brot úr Aronsdrápu, um [[Aron Hjörleifsson]], brot úr kvæði um [[Tómas Bekket]], auk [[lausavísur|lausavísna]]. Glötuð eru kvæði um EríkEirík Svíakonung, Valdimar sigursæla og fleiri. Hann samdi einnig merka ritgerð, sem kölluð er [[Málskrúðsfræði Ólafs hvítaskálds]], öðru nafni [[Þriðja málfræðiritgerðin]]. Hún er að nokkru byggð á [[latína|latneskum]] fyrirmyndum, en efnið aðlagað íslenskum aðstæðum.
 
Margir fræðimenn telja að [[Ólafur hvítaskáld]] sé höfundur ''[[Knýtlinga saga|Knýtlinga sögu]]'', sem fjallar um sögu [[Danakonungar|Danakonunga]] frá [[Haraldur blátönn|Haraldi Gormssyni]] fram undir 1200. Í sögunni segir: „Með honum (þ.e. Valdimar konungi gamla eða sigursæla) var Ólafur Þórðarson og nam að honum marga fræði, og hafði hann margar áætligarágætligar frásangirfrásagnir frá honum.“ Allir fræðimenn eru sammála um að Ólafur hafi verið heimildarmaður við samningu Knýtlinga sögu, og margirflestir telja líklegast að hann hafi sjáfur skráð söguna. Ekki er þó full vissa fyrir því.
 
Ólafur hefur einnig verið nefndur sem höfundur [[Laxdæla saga|Laxdæla sögu]], en meiri óvissa er um það, þó að samanburður við stíl Knýtlinga sögu geti bent til þess.
Lína 22:
* {{enwikiheimild|Óláfr Þórðarson|30. mars|2008}}
 
[[Flokkur:Íslensk skáld]]
[[Flokkur:Íslenskir rithöfundar]]
{{d|1259}}