„Hannes Finnsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
[[1767]] sneri Hannes heim í Skálholt til aðstoðar föður sínum við ýmis fræðistörf og var þar næstu 3 árin. [[1770]] hélt hann aftur til Kaupmannahafnar og dvaldi þar næstu 7 árin við störf í íslenskum fræðum, m.a. útgáfu á fornritum og þeirri miklu kirkjusögu, sem faðir hans hafði sett saman. Á þessum árum gerði hann ferð til [[Stokkhólmur|Stokkhólms]] að skoða handrit og er ferðasagan til á prenti.
 
Hannes var vígður aðstoðarbiskup til Skálholts [[1777]] af [[Ludvig Harboe biskup|Harboe]] Sjálandsbiskupi. Finnur biskup var farinn að eldast og vildi fá soninn sér til halds og trausts með það fyrir augum, að hann yrði síðar eftirmaður hans. Finnur lét af embætti árið [[1785]] og var Hannes þá einn biskup. Árið áður höfðu Suðurlandsskjálftar lagt Skálholtsstað meira og minna í rúst og var nú svo komið, að flytja átti biskupsstólinn til Reykjavíkur. Hannes keypti þá Skálholtsstað og fékk að sitja þar áfram sem hann og gerði til æviloka.
Hannes var tvígiftur. Fyrri kona hans var Þórunn Ólafsdóttir stiftamtmanns Stefánssonar en hún dó í bólunni [[1786]]. 2 synir þeirra dóu ungir. [[1789]] kvæntist hann [[Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú|Valgerði Jónsdóttur]] sýslumanns frá Móeiðarhvoli. 4 börn þeirra komust öll á legg og er af þeim komin Finsen-ættin (Hannes hafði kallað sig ''Finsen'' á Kaupmannahafnarárum sínum).