Munur á milli breytinga „Apavatn“

4 bætum bætt við ,  fyrir 13 árum
ekkert breytingarágrip
m
{{staður á Íslandi|staður=Apavatn|vinstri=65|ofan=100}}
'''Apavatn''' er eitt af stærstu [[stöðuvatn|stöðuvötnum]] landsins, um 14 km² að [[flatarmál]]i sunnan [[Laugarvatn]]s. Nafnið er talið koma af orðinu ''ap'' sem merki leðju eða leir. Apavatn er 59 m. yfir sjó. Vatnið er allt grunnt og mesta dýpi 3 m. Mesta lengd 6.8 km. Nokkrar smáár renna í vatnið frá hæðunum í kring. Að sunnan kemur Stangalækur. Suð vestan í vatnið rennur Apá og norðan Grafará, og er hún vatnsmest. Hagaós er eina fránrennslið úr vatninu og rennur í [[Brúará]].
 
Bændur stunda netaveiði í vatninu allt árið en vatnið er ekki gjöfult stangveiðivatn. Helst veiðist þar bleikja sem er sitt hvoru megin við pundið. Svolítið er um urriða, en þeir eru mun vænni, allt að 10 pund og kýla sig út af hornsílum sem ógrynni er af í vatninu. Lax á greiðan aðgang að vatninu um Hagaós, en hann er sjaldséður. Sumarbústaðabyggð hefur verið vaxandi við vatnið á undanförnum árum.
Óskráður notandi