„1641-1650“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: be:1640-я
m nokkrir punktar
Lína 1:
{{áratugsrammi|16|4}}
'''1641-1650''' var fimmti áratugur [[17. öldin|17. aldar]] sem telst til [[árnýöld|árnýaldar]] í [[saga Evrópu|sögu Evrópu]].
 
==Atburðir og aldarfar==
[[Mynd:Joachim_von_Sandrart_001.jpg|thumb|right|''Der November'' eftir [[Joachim von Sandrart]] frá 1643.]]
[[Mynd:Portrait_of_King_Louis_XIV_and_his_Brother%2C_Duc_D%27Orleans.jpg|thumb|right|Loðvík 14. og bróðir hans, hertoginn af Orléans á málverki frá miðjum 5. áratugnum.]]
* Bardagar héldu áfram í [[Þrjátíu ára stríðið|Þrjátíu ára stríðinu]], einkum milli keisarahers [[hið Heilaga rómverska ríki|hins Heilaga rómverska ríkis]] annars vegar og herja [[Svíþjóð|Svía]] og [[Frakkland|Frakka]] hins vegar. Mörg héruð [[Þýskaland]]s voru orðin að auðn eftir áratugalangar herfarir, sjúkdóma og hungursneyð. [[Vestfalíufriðurinn|Friðarsamningar]] voru loks undirritaðir í [[Vestfalía|Vestfalíu]] árið 1648.
* [[Einveldi]]stilburðir [[Karl 1. Englandskonungur|Karls 1. Englandskonungs]] leiddu til upphafs [[Enska borgarastyrjöldin|Ensku borgarastyrjaldarinnar]] árið 1642. Bardagar stóðu allan áratuginn og lyktaði með því að Karl var hálshöggvinn árið 1649. Við það lýsti sonur hans, [[Karl 2. Englandskonungur|Karl 2.]], sig konung og reyndi innrás sem mistókst. Hann var ekki viðurkenndur sem Englandskonungur fyrr en árið [[1660]].
* Í borgarastyrjöldinni kom [[enska þingið]] sér upp [[atvinnuher]], ''[[New Model Army]]'', þar sem kjarninn var róttækir [[mótmælendatrú|mótmælendur]]. Herinn varð fljótt pólitískt afl sem átti þátt í því að riddaraliðsforinginn [[Oliver Cromwell]] komst til valda.
* [[Dansk-norska ríkið]] upplifði stutt velmegunarskeið eftir að [[Kristján 4.]] dró sig út úr Þrjátíu ára stríðinu með samningi við keisarann [[1629]], en [[Torstensonófriðurinn]] 1643 var sá fyrsti í röð hernaðarósigra fyrir Svíþjóð sem á endanum leiddu til þess að Danmörk missti öll lönd sín austan megin [[Eyrarsund]]s. Kristján lést sama ár og Þrjátíu ára stríðinu lauk eftir sextíu ára valdatíma.
* Könnun [[Kyrrahaf]]sins hélt áfram og [[Holland|hollenski]] skipstjórinn [[Abel Tasman]] kannaði [[Nýja-Sjáland]] og [[Tasmanía|Tasmaníu]] og norðurströnd [[Ástralía|Ástralíu]] í tveimur leiðöngrum frá [[Austur-Indíur|Austur-Indíum]] 1642-1643 og 1644.
* Á [[Ísland]]i voru biskuparnir [[Þorlákur Skúlason]] á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] og [[Brynjólfur Sveinsson]] í [[Skálholt]]i áberandi í [[handrit]]asöfnun í anda [[fornmenntastefnan|fornmenntastefnunnar]]. Brynjólfur sendi Kristjáni 4. [[Konungsbók Eddukvæða]], eitt frægasta Eddukvæðahandritið, sem gjöf árið 1643.
* Síðasta keisaraveldi [[hankínverjar|hankínverja]], [[Mingveldið]], missti miðstjórnarvaldið í [[Kína]] þegar [[mansjúmenn]] lögðu [[Peking]] undir sig og stofnuðu [[Kingveldið]].
 
==Ráðamenn==
{| class="prettytable" style="font-size:90%" |