„Maximianus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Muninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
 
==Ferill==
Maximianus var útnefndur ''caesar'', eða undirkeisari, af [[Diocletianus]]i árið [[285]]. Hann hafði þá verið hershöfðingi um skeið, m.a. undir keisurunum [[Aurelianus]]i, [[Probus]]i og [[Carus]]i. Diocletianus hafði fyrr á árinu 285 tryggt sína stöðu sem keisari er hann sigraði [[Carinus]] í bardaga, en tíð átök undanfarinna áratuga sýndu að erfitt var fyrir einn keisara að tryggja stöðugleika í ríkinu. Diocletianus þurfti því á vönum hershöfðingja að halda til þess að hjálpa sér við að verjast árásum utanfrá og að bæla niður uppreisnir innan heimsveldisins. Hlutverk Maximianusar var að stjórna vesturhluta Rómaveldis á meðan Diocletianus, sem hafði titilinn ''augustus'' og var því hærra settur, einbeitti sér að austurhlutanum.
 
Maximianus þurfti fljótlega að taka upp vopn þar sem uppreisnarmaðurinn [[Carausius]] hafði lýst sjálfan sig keisara í [[Bretland]]i og í hluta [[Gallía|Gallíu]]. Maximianus þurfti hinsvegar að fresta innrás í Bretland þar sem Carausius hafði tryggt sér völd yfir öllum flota Rómverja á þessum slóðum. Árið [[286]] tók Maximianus sér titilinn ''augustus'' og var því frá þeim tíma fullgildur keisari. Átökum við Carausius var svo slegið á frest og Maximianus, ásamt Diocletianusi, einbeitti sér að því að tryggja norður-landamæri Rómaveldis, við [[Rín (fljót)|Rín]] og [[Dóná]], gegn [[germanir|germönskum þjóðflokkum]].
 
===Fjórveldisstjórn===
Árið [[293]] var hin svokallaða [[fjórveldisstjórnin|fjórveldisstjórn]] mynduð, en í henni fólst að Maximianus og Diocletianus skipuðu hvor um sig einn undirkeisara (''caesar''). Maximianus skipaiði [[Constantius Chlorus]] tengdason sinn sem hafði verið yfirmaður lífvarðasveitar hans. Diocletianus skipaði [[Galerius]].
 
Maximianus og Constantius sneru sér nú að því að berjast við Carausius. Þeir börðust fyrst við bandamenn hans í Gallíu, með þeim afleiðingum að Carausius missti stuðning og var tekinn af lífi. Bandamaður hans,af [[Allectus]]i, fyrrum bandamanni hans. Allectus tók hins vegar við sem uppreisnarforingi, en var sigraður í bardaga, af Constantiusi árið [[296]].
 
Árin [[297]] - [[298]] var Maximianus á norðurströnd [[Afríka|Afríku]] í [[Mauretaniu]] (núverandi [[Marokkó]]) að berjast gegn [[Berbar|Berbum]] sem ráðist höfðu inn í svæðið frá [[Atlasfjöll]]um. Maximianus sigraði þá og rak þá suður til [[Sahara]] eyðimarkarinnar. Fyrir vikið fagnaði hann sigri í Róm árið [[299]].
Lína 16:
===Afsögn===
[[Mynd:Maxentius02 pushkin.jpg|thumb|right|200px|Maxentius, sonur Maximianusar, var ekki skipaður keisari þegar faðir hans sagði af sér og gerði síðar uppreisn]]
Diocletianus og Maximianus sögðu svo báðir af sér sama dag, [[1. maí]] árið [[305]]. Þeir voru fyrstu rómarkeisararnir til þess að segja af sér en talið er að Maximianus hafi verið tregur til þess og aðeins sagt af sér vegna þrýstings frá Diocletianusi. Constantius varð nú ''augustus'' í vesturhlutanum og Galerius í austurhlutanum. Bæði [[Maxentius]], sonur Maximianusar, og [[Konstantínus mikli|Konstantínus]], sonur Constantiusar, þóttu líklegir til þess að verða undirkeisarar, en gengið var framhjá þeim báðum og [[Flavius Valerius Severus]] og [[Maximinus Daia]] voru skipaðir í staðinn.
 
Þær umbætur sem gerðar voru á stjórnsýslu, lögum og skattheimtu Rómaveldis á valdatíma Maximinusar og Diocletianusar, og bundu enda á óstöðugleikann sem einkenndi 3. öldina, voru að langmestu leyti Diocletianusi að þakka frekar en Maximianusi. Hlutverk Maximianusar í stjórn ríkisins var aðallega hernaðarlegt og hann virðist alltaf hafa álitið Diocletianus vera æðri keisarann, þrátt fyrir að þeir bæru báðir titilinn ''augustus''.
 
===Mishepnuð endurkoma===