„Wikipedia:Gæðagrein“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
hendi því þetta er í sniðinu
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 16:
==Munurinn á gæðagrein og úrvalsgrein==
Meginmunurinn á gæðagrein og [[Wikipedia:úrvalsgrein|úrvalsgrein]] er sá að gæðagrein er góð grein en úrvalsgrein er framúrskarandi. Þá gerir gæðagrein efni sínu góð skil en úrvalsgrein gerir efninu tæmandi skil. Gera má ráð fyrir að síðarnefndi munurinn endurspeglist að einhverju leyti í lengd greina og að gæðagreinar séu alla jafnan styttri en úrvalsgreinar. Þó er vert að benda á að engin nauðsynleg tengsl eru milli lengdar greinar og þess hve vel hún gerir efninu skil.
 
==Gæðalistar==
Gæðalistar eru listar sem hafa mörg sömu einkenni og gæðagreinar. Gæðalisti ætti t.d. að vera vel skrifaður, laus við staðreyndarvillur og stöðugur auk þess sem frágangur þarf að vera góður rétt eins og í gæðagreinum. Listinn ætti að vera gagnlegur lesendum, annaðhvort tæmandi eða skýrt afmarkaður. Sum viðfangsefni henta betur til samantektar á listum en önnur.
 
Dæmi um lista sem eru ekki gagnlegir gæti verið „listi yfir örvhent fólk“ (sem yrði að öllum líkindum ekki tæmandi). Aftur á móti getur [[listi yfir forseta Bandaríkjanna]] verið tæmandi listi og mun gagnlegri. Listar yfir hvaðeina eftir stærð, fjölda eða magni geta einnig verið gagnlegir ef þeir eru skýrt afmarkaðir þótt þeir séu ekki tæmandi. Til dæmis „listi yfir 100 lengstu fljót heims“; þótt listinn væri ekki tæmandi í þeim skilningi að hann veiti yfirlit yfir öll fljót heims eftir lengd þeirra væri hann skýrt afmarkaður og ekki handahófskennt hvað kæmist á listann.
 
Líkt og í gæðagrein ætti að vera stuttur inngangur að listanum sem útskýrir samantektina. Listar geta einnig innihaldið ýmsar upplýsingar um efnið sem er á listanum sem gera listana gagnlegri fyrir lesendur en ella (t.d. embættisár forseta, upptök og lengd fljóta, íbúafjölda borga og mannfjöldaþróun o.s.frv.)
 
[[Flokkur:Wikipedia:Gæðagreinar|{{PAGENAME}}]]