„Hurð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Hurð''' er viðar- eða málmflekinn sem lokar dyrum eða opi og eru allt frá því að vera knúnar með rafmagni eða aðeins nokkrar fjalir negldar saman til a...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 5. apríl 2008 kl. 13:08

Hurð er viðar- eða málmflekinn sem lokar dyrum eða opi og eru allt frá því að vera knúnar með rafmagni eða aðeins nokkrar fjalir negldar saman til að byrgja op sem þarf að vera hægt er að opna. Hurð má ekki rugla saman við dyrnar, en dyr eru opið sjálft, ólíkt því sem gerist í ensku (door).

Venjulegar hurðir, s.s. flestar bílahurðir og vængjahurðir, leika á hjörum, en það á þó ekki við um allar. Rennihurðir eru t.d. festar öðrum megin við vegginn og er rennt til hliðar inn í fals (lyftuhurðir t.d.), eða falla saman í minni einingar (harmóníkuhurðir). Einnig eru til fellihurðir eins og rimlahurðir úr málmi sem er rennt fyrir verslanir eftir lokun. Á kastölum má oft sjá vinduhurðir sem er undið upp með vindu (spili).

Flestar hurðir haldast lokaðar með hlaupjárni sem er læsingarjárn í lás sem fellur inn í dyrastafinn þegar lokað er.

Talað er um að hurð sé of rík í falsinu ef hún er of stór miðað við dyraumbúnaðinn eða hún hefur bólgnað út af raka og erfitt reynist að loka henni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.