„Litla ísöld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 61:
 
Eins og áður hefur komið fram er talað um að umrædd kólnun hafi byrjað í kringum árið 1100 og um 1200 hafi kuldaskeiðið byrjað að kólna verulega. Fyrir þann tíma virðist loftslag hafa verið nokkuð skaplegra en síðar var. Það virðist hafa verið nokkuð algengt hér á Íslandi að menn ræktuðu ýmsar korntegundir og sést það m.a. á ýmsum heimildum og á örnefnum sem tengjast akurlendi víða um land. Jöklar virðast hafa verið minni en þeir eru í dag, t.d. hét Vatnajökull lengi vel Klofajökull sem bendir til þess að hann hafi verið klofinn og í raun tveir jöklar. Athyglisvert er að þjóðveldisöld líkur um svipað leyti og kólnunin er talin hefjast að alvöru og mikill ófriður geisar í landinu í kringum aldamótin 1200 og sú óöld sem gjarnan er kennd við Sturlungaöld gæti að einhverju leyti tengst kólnandi veðurfari og um leið versnandi efnahag.
 
Í Annálum má oft sjá vísbendingar um veðurfar hverju sinni, t.d. hvernig harðindavetur gengu yfir landið eins og fram kemur í Skarðsannál þar sem sjá má að 17. öld hefur verið býsna hörð og sjá má hvernig sú ótíð hefur leikið þjóðina grátt. Þar bera einstök tímabil afar lýsandi heiti, nöfn á borð við ''Eymdarár'' (1604), ''Jarðbannsvetur'' eða ''Svellavetur'' (1625), ''Áfreðavetur'' eða ''Svelli'' (1627) og ''Jökulvetur'' (1630).
 
Þannig má sjá að heimildir landsmanna sýna að þeir hafa fundið fyrir breytingum á veðráttunni og því ljóst að þetta reikula tímabil sem við nefnum Litla Ísöld hefur snert við Íslendingum og hert lífsróður þeirra til muna.
 
==Tilvísanir==