„Maximianus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
 
===Afsögn===
[[Mynd:Maxentius02 pushkin.jpg|thumb|right|200px|Maxentius, sonur Maximianusar, var ekki skipaður keisari þegar faðir hans sagði af sér og gerði síðar uppreisn]]
Diocletianus og Maximianus sögðu svo báðir af sér sama dag, [[1. maí]] árið [[305]]. Þeir voru fyrstu rómarkeisararnir til þess að segja af sér en talið er að Maximianus hafi verið tregur til þess og aðeins sagt af sér vegna þrýstings frá Diocletianusi. Constantius varð nú augustus í vesturhlutanum og Galerius í austurhlutanum. Bæði [[Maxentius]], sonur Maximianusar, og [[Konstantínus mikli|Konstantínus]], sonur Constantiusar, höfðu þóttþóttu líklegir til þess að verða undirkeisarar, en gengið var framhjá þeim báðum og [[Severus]] og [[Maximinus Daia]] voru skipaðir í staðinn.
 
Þær umbætur sem gerðar voru á stjórnsýslu, lögum og skattheimtu Rómaveldis á valdatíma Maximinusar og Diocletianusar, og eru taldar hafa bundið enda á óstöðugleikann sem einkenndi 3. öldina, voru að langmestu leyti Diocletianusi að þakka frekar en Maximianusi. Hlutverk Maximianusar í stjórn ríkisins var aðallega hernaðarlegt og hann virðist alltaf hafa álitið Diocletianus sem æðri keisarann, þrátt fyrir að þeir bæru báðir titilinn augustus.
 
===Mishepnuð endurkoma===
Constantius lést árið [[306]] og varð Konstantínus þá keisari. Maxentius ákvað þá að lýsa sjálfan sig keisara og fékk til þess stuðning ýmissa valdamanna í [[Róm]]. Maximianus serisneri þá aftur inn á pólitíska sviðið til þess að styðja son sinn og fékk Konstantínus til þess að styðja hann líka. Fljótlega sinnaðist Maximianusi þó við son sinn og reyndi sjálfur að taka keisaratitil hans. Það mistókst og á ráðstefnu sem haldin var árið [[308]], til þess að leysa úr þeirri flækju sem myndast hafði í fjórveldisstjórninni, var Maximianus aftur þvingaður til þess að hætta að skipta sér af stjórn ríkisins. Maxentiusi var á sama tíma vísað frá keisaratign.
 
Konstantínus var giftur dóttur Maximianusar og því áleit hann Maximianus hliðhollan sér. Árið [[310]] fól Konstantínus Maximianusi að stjórna nokkrum herdeildum sem verjast áttu hugsanlegri árás frá Maxentiusi, sem enn var að gera uppreisn. Maximianus ákvað hins vegar að lýsa því yfir að Konstantínus væri allur og lýsti sjálfan sig keisara í hans stað. Til þessa fékk hann þó engan stuðning og Konstantínus tók hann til fanga og þvingaði hann til að segja af sér í þriðja sinn. Stuttu síðar, í júlí 310, framdi Maximianus sjáfsmorð.