„Efnahagur Íslands“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
<onlyinclude>'''Efnahagur [[Ísland]]s''' er lítill í alþjóðlegum samanburði. Mældur á mælikvarða [[Sameinuðu þjóðirnar|S.Þ.]] um [[Vísitala um þróun lífsgæða|lífsgæði]] er efnahagur Íslands sá þróaðasti í heimi. [[Verg landsframleiðsla]] var 1.279.379 milljónir króna árið [[2007]]. [[Vinnuafl]] taldist vera 179.800, [[atvinnuleysi]] 1,9%.<ref name="lykiltolur">{{vefheimild|url=http://www.hagstofan.is/Pages/1374|titill=Helstu lykiltölur|árskoðað=2008|mánuðurskoðað=31. mars|útgefandi=[[Hagstofa Íslands]]}}</ref>
 
Líkt og í öðrum [[Norðurlönd]]um er [[blandað hagkerfi]] á Íslandi, þ.e. [[kapítalismi|kapitalískt]] [[markaður|markaðskerfi]] í bland við [[velferðarkerfi]]. Nokkuð dró úr [[Hagvöxtur|hagvexti]] á árunum [[2000]] til [[2002]], en árið 2002 var hann neikvæður um 0,6%, frá 2003 hefur hagvöxtur hins vegar verið drjúgur en efnahagur í samanburði við nágrannalönd einkennst af óstöðugleika.</onlyinclude>
 
==Samsetning==
[[Fiskveiðar]] afla um helming [[útflutningur|útflutningstekna]] og veita 8% vinnandi manna störf. Þar sem aðrar [[náttúruauðlindir]] skortir (fyrir utan jarðhita og fallvötn til virkjunar), er efnahagslíf á Íslandi viðkvæmt og háð heimsmarkaðsverði á fiski, áli og sjávarafurðum. Auk þess geta minnkandi fiskstofnar í [[efnahagslögsaga|efnahagslögsögu]] landsins haft töluverð áhrif á sveiflur í efnahagslífinu og heimsmarkaðsverð á [[ál]]i og [[kísilgúr]]i sem eru stærstu útflutningsvörur Íslendinga á eftir sjávarafurðum.</onlyinclude>
 
Fjölbreytileiki í efnahagslífinu hefur aukist undanfarna tvo áratugi. [[Ferðaþjónusta]] verður æ fyrirferðameiri, og reyna Íslendingar að lokka til sín útlendinga með auglýsingum um hreina og ómengaða náttúru og öflugt næturlíf.
 
Nokkuð dró úr [[Hagvöxtur|hagvexti]] á árunum [[2000]] til [[2002]], en árið 2002 var hann neikvæður um 0,6%, frá 2003 hefur hagvöxtur hins vegar verið drjúgur en efnahagur í samanburði við nágrannalönd einkennst af óstöðugleika.
 
==Efnahagssaga Íslands==
{{aðalgrein|Efnahagssaga Íslands}}
[[Olíukreppan]] kom illa við Íslendinga en mestu tíðindin úr efnahagslífinu voru þau að mikil verðbólguskriða fór af stað sem stöðvaðist ekki fyrr en eftir [[1990]]. Verðbólga hafði lengi verið meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum en árið [[1973]] tvöfaldaðist hún frá því sem verið hafði árið áður, fór yfir 20%. Árið seinna var hún komin upp í rúm 40% og tæp 50% árið þar á eftir. Þannig rúllaði boltinn áfram og hámarkinu var náð [[1983]] þegar verðbólgan fór yfir 80% en það kalla [[hagfræði]]ngar [[óðaverðbólgaverðbólga|óðaverðbólgu]]. Árið [[1980]] sáu stjórnvöld þann kost vænstan að [[gengisfelling|klípa af krónunni]] og skera tvö núll aftan af. Í einu vettfangi urðu 100 krónur að einni krónu. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði á árinu [[2000]] hálfur lítri af kók getað kostað um 10 þúsund krónur úti í sjoppu.{{heimild vantar}}
 
Undirrótin að verðbólgunni var óstöðugt efnahagslíf og sveiflur í afla og aflaverðmæti. Auknar tekjur í sjávarútvegi gátu leitt til almennra launahækkana sem svo orsökuðu hækkanir á vöru og þjónustu í þjóðfélaginu öllu. Svo kom babb í bátinn í fiskveiðum og þá gripu stjórnvöld oft til gengisfellinga en við það lækkar [[Íslensk króna|krónan]] í verði miðað við erlenda mynt. Þá fengu Íslendingar fleiri krónur fyrir útflutningsvörur en að sama skapi hækkuðu innfluttar vörur í verði. Vísitölubinding launa átti að tryggja hag launþega en í því fólst að kaupið hækkaði í samræmi við aðrar hækkanir. Þetta olli víxlverkandi hækkunum [[kaupgjald]]s og [[verðlag]]s og [[verðbólga]]n óð áfram. Sumir hagfræðingar hafa sagt að léleg hagstjórn hafi verið meginskýringin á því að verðhækkanir fóru úr böndunum. Ráðamenn hafa ekki sýnt nógu mikið aðhald í peningamálum auk þess sem mikil ríkisafskipti og margar aðgerðir stjórnvalda hafa ýtt undir þenslu á þjóðfélaginu.{{heimild vantar}}